„Svekkjandi að ná ekki að vinna en mér fannst við ekki gera nógu mikið til þess. Mér fannst fyrri hálfleikurinn sterkur, við vorum töluvert betri og vorum með gott control við fundum góð svæði og Viktor (Örlygur) og Kristall (Máni) voru geggjaðir í fyrri hálfleik og voru oft að skapa mikin ursla." voru fyrstu viðbrögð Arnars þjálfara Víkinga.
Lestu um leikinn: HK 0 - 0 Víkingur R.
„Brynjar Björn er klókur þjálfari og hann lokaði á þessi svæði og við náðum ekki að leysa það nógu vel. Við vorum að spila á móti liði sem er að berjast fyrir lífi sínu og mér fannst þeir sáttari við stigið heldur en við. Þeir voru hættulegir í sínum aðgerðum og föstum leikatriðum þannig mögulega verður þetta gott stig í lokin en eins og staðan í dag finnst mér þetta hafa verið töpuð stig."
Víkingar áttu margar fyrirgjafir undir lokin í leiknum í kvöld en vörn HK skallaði hvern boltan á fætur öðrum í burtu.
„Þeir voru gríðarlega sterkir og díluðu vel við fyrirgjafirnar okkar. Við fengum mikið af fyrirgjöfum og sumar voru góðar og aðrar ekki, stundum koma fyrirgjafirnar of seint þannig HK menn gátu skipulagt vörnina og dílað við þetta betur."
„Við verðum að vinna þessi svokölluðu fallbaráttu lið til að halda okkur í möguleika að vinna titla. Titlarnir vinnast oft að vinna þessa leiki og þessir leikir á móti svokölluðu litlu liðum verða bara að vinnast og uppskeran okkar á móti þeim í sumar er bara ekki búin að vera nægilega góð."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpin hér að ofan
Athugasemdir
























