Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 13. júlí 2021 22:09
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Uppskeran okkar á móti litlu liðunum ekki nægilega góð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi að ná ekki að vinna en mér fannst við ekki gera nógu mikið til þess. Mér fannst fyrri hálfleikurinn sterkur, við vorum töluvert betri og vorum með gott control við fundum góð svæði og Viktor (Örlygur) og Kristall (Máni) voru geggjaðir í fyrri hálfleik og voru oft að skapa mikin ursla." voru fyrstu viðbrögð Arnars þjálfara Víkinga.

Lestu um leikinn: HK 0 -  0 Víkingur R.

„Brynjar Björn er klókur þjálfari og hann lokaði á þessi svæði og við náðum ekki að leysa það nógu vel. Við vorum að spila á móti liði sem er að berjast fyrir lífi sínu og mér fannst þeir sáttari við stigið heldur en við. Þeir voru hættulegir í sínum aðgerðum og föstum leikatriðum þannig mögulega verður þetta gott stig í lokin en eins og staðan í dag finnst mér þetta hafa verið töpuð stig."

Víkingar áttu margar fyrirgjafir undir lokin í leiknum í kvöld en vörn HK skallaði hvern boltan á fætur öðrum í burtu.

„Þeir voru gríðarlega sterkir og díluðu vel við fyrirgjafirnar okkar. Við fengum mikið af fyrirgjöfum og sumar voru góðar og aðrar ekki, stundum koma fyrirgjafirnar of seint þannig HK menn gátu skipulagt vörnina og dílað við þetta betur."

„Við verðum að vinna þessi svokölluðu fallbaráttu lið til að halda okkur í möguleika að vinna titla. Titlarnir vinnast oft að vinna þessa leiki og þessir leikir á móti svokölluðu litlu liðum verða bara að vinnast og uppskeran okkar á móti þeim í sumar er bara ekki búin að vera nægilega góð."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpin hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner