Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 13. ágúst 2020 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allt stefnir í nýjan samning hjá Pogba
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Sagan endalausa um það að Paul Pogba sé að yfirgefa Manchester United virðist loksins vera að ljúka. Hann er núna sagður ánægður hjá félaginu og býst við að viðræður um nýjan samning hefjist þegar Evrópudeildinni lýkur.

Man Utd er í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og mætir spænska félaginu Sevilla um næstu helgi.

Samningur Pogba rennur út næsta sumar en það er ákvæði í samningnum að United geti framlengt um eitt ár.

Pogba hefur verið orðaður við Juventus og Real Madrid en svo virðist sem hann vilji skrifa undir nýjan samning núna. Sky Sports fjallar um þetta.

„Pogba er ánægður hjá United og hann býst við að viðræður um nýjan samning hefjist eftir að Evrópudeildinni lýkur," segir Dharmesh Sheth, fréttamaður Sky.

Einnig segir hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano að viðræður hefjist von bráðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner