Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 13. ágúst 2020 20:15
Aksentije Milisic
„Arsenal verður að lofa Aubameyang að það komi heimsklassa leikmenn"
Mynd: Getty Images
Robin Van Persie, fyrrverandi leikmaður Arsenal, hefur sagt að félagið verði að lofa fyrirliða liðsins, Pierre-Emerick Aubameyang það að félagið muni fá heimsklassa leikmenn til liðsins, vilji Arsenal fá hann til að skrifa undir nýjan samning.

Framtíð Aubameyang hefur verið í óvissu og hefur Mikel Arteta, stjóri Arsenal, reynt að sannfæra leikmanninn um að framlengja samning sinn. Persie segir að félagið verði að fá heimsklassa leikmenn til þess að halda Aubameyang.

„Ég veit ekki hvað Arsenal hefur boðið honum, en ég er ekki að hugsa um peningana. Ég er að tala um leikmenn, því leikmenn eins og Aubameyang vilja spila með heimsklassa leikmönnum. Hann er heimsklassa leikmaður að mínu mati," sagði Persie.

„Svo verður hann að spyrja sjálfan sig hvort hann telji það möguleika að vinna ensku deildina hjá Arsenal. Það er voða fínt að vinna enska bikarinn, en svona leikmenn eins og hann eiga að vilja vinna stærstu titlana."

Aubameyang kom til Arsenal árið 2018 frá Dortmund og hefur hann skorað 54 mörk í 85 leikjum fyrir Skytturnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner