Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 13. ágúst 2020 21:13
Aksentije Milisic
Nagelsmann yngsti þjálfari í sögunni sem kemst í undanúrslit
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann heldur áfram að bæta metin en hann varð í kvöld yngsti þjálfari í sögunni sem fer með lið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

RB Leipzig mætti Atletico Madrid í 8-liða úrslitunum í kvöld og gerðu Nagelsmann og lærisveinar hans sér lítið fyrir og sigruðu Atletico.

Það var hinn 21 árs gamli Tyler Adams sem skoraði seint í leiknum og tryggði Leipzig farseðilinn í undanúrslit þar sem liðið mætir PSG.

Nagelsmann varð fyrr á leiktíðinni yngsti þjálfari í sögunni sem vinnur leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, þá 32 ára og 231 daga gamall. Í dag er hann 33 ára og 21 daga gamall þegar hann kom sínu liði í undanúrslitin.

Þá varð Leipzig fyrsta liðið, sem inniheldur ekki Cristiano Ronaldo, sem slær Atletico Madrid, undir stjórn Diego Simeone, úr keppni í Meistaradeildinni.



Athugasemdir
banner
banner