Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. september 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Lewandowski skoraði 14. deildarleikinn í röð
Robert Lewandowski
Robert Lewandowski
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski, framherji Bayern München í Þýskalandi, skoraði 14. deildarleikinn í röð í 4-1 sigri liðsins á RB Leipzig um helgina.

Pólski framherjinn var valinn besti leikmaður heims undir lok síðasta árs og ástæða til. Bayern vann þýsku deildina og Meistaradeildina tímabilið á undan.

Hann hefur raðað inn mörkum í Þýskalandi síðustu ár og skoraði meðal annars eitt mark í 4-1 sigrinum á Leipzig um helgina.

Þetta var sautjándi leikurinn í röð sem hann skorar fyrir Bayern í öllum keppnum og fjórtándi leikurinn í röð í þýsku deildinni.

Gerd Müller á metið í þýsku deildinni en hann skoraði í sextán leikjum í röð tímabilið 1969-1970. Lewandowski þarf því að skora í næstu þremur deildarleikjum til að bæta metið.
Athugasemdir
banner
banner
banner