Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. október 2018 21:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
City bauðst til þess að þrefalda laun Messi
Messi hafði engan áhuga á að þrefalda laun sín.
Messi hafði engan áhuga á að þrefalda laun sín.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi hafnaði tækifæri á því að þrefalda laun sín hjá Manchester City árið 2016 samkvæmt stjórnarformanni City, Khaldoon Al Mubarak.

Mubarak hefur greint frá því að enska úrvalsdeildarfélagið hafi boðið Messi þrefalt hærri laun í misheppnaðri tilraun til þess að næla í leikmanninn.

City hefur eytt háum fjárhæðum í leikmenn og var orðað við Kaka og Messi í mörg ár.Mubarak hefur núna greint frá því að það hafi verið margt til í orðrómum þess efnis að City vildi fá stórstjörnuna til liðsins og setti Guardiola í verkefnið.

„Við báðum Guardiola um að tala við Messi. Við buðumst til þess að þrefalda launin sem Messi hafði hjá Barcelona en hann vildi ekki samþykkja það,” sagði Mubarak.

Messi er markahæstur í sögu Barcelona og hefur meðal annars sigrað Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum á ferlinum. Messi hefur skorað 11 mörk í jafnmörgum leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner