Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 13. október 2018 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard vill spila undir stjórn Mourinho
Mynd: Getty Images
Eden Hazard hefur fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu enda hefur hann verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á upphafi tímabils.

Hazard hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid undanfarna félagaskiptaglugga en Maurizio Sarri tókst að sannfæra hann um að vera áfram í London í sumar. Vinur hans og landsliðsfélagi Thibaut Courtois hélt til Real.

Kappinn var tekinn í viðtal af belgíska miðlinum HLN og sagðist kenna sjálfum sér um brottrekstur Jose Mourinho frá Chelsea á sínum tíma.

„Á tólf árum hef ég bara átt eitt lélegt tímabil, það voru síðustu sex mánuðirnir undir stjórn Mourinho. Það er að hluta til mér að kenna að hann var rekinn," sagði Hazard.

„Við unnum Englandsmeistaratitilinn og báðum um lengra sumarfrí. Ég var ekki í neinu formi þegar ég kom úr fríinu og átti erfitt uppdráttar stærsta hluta tímabilsins vegna þess."

Mourinho hefur fengið mikla gagnrýni á ferlinum fyrir að vera varnarsinnaður og spila 'neikvæðan' fótbolta en Hazard er ekki sammála þeirri greiningu.

„Það er ekki alveg rétt að Mourinho leggur bara rútunni. Hann er kannski ekki jafn sóknarsinnaður og Guardiola, en við skoruðum haug af mörkum þegar við urðum meistarar.

„Ég sé ekki eftir miklu á ferlinum, að hafa ekki fengið meiri tíma með Mourinho er eitt af því sem ég sé mest eftir. Ef það er einhver knattspyrnustjóri sem ég myndi vilja starfa með aftur þá er það Mourinho."

Athugasemdir
banner
banner
banner