Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 13. nóvember 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Asprilla talaði mann af því að myrða Chilavert
Faustino Asprilla, fyrrum framherji Newcastle og kolumbíska landsliðsins, segist hafa talað mann af því að myrða paragvæska markvörðinn Jose Luis Chilavert eftir leik í undankeppni HM árið 1997.

Maður vopnaður byssu hringdi á hótelherbergi Asprilal eftir leikinn og sagðist ætla að myrða Chilavert. Paragvæ vann leikinn 2-1 en bæði Asprilla og Chilavert fengu rauða spjaldið í honum.

„Ertu ruglaður? Þú átt eftir að eyðileggja kolumbískan fótbolta. Það sem gerist inni á fótboltavellinum verður eftir þar," sagði Asprilla við manninn.

Asprilla greindi frá þessu í heimildarmynd sem er að koma út í tilefni af fimmtugs afmæli hans. Asprilla skoraði 20 mörk í 57 landsleikjum á sínum tíma.

Kolumbíski varnarmaðurinn Andreas Escobar var skotinn til bana árið 1994 en hann hafði nokkrum dögum áður skorað sjálfsmark í leik á HM í Bandarikjunum.
Athugasemdir
banner