Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Camavinga valinn í U21 árs landslið Frakklands
Eduardo Camavinga í leik með Rennes
Eduardo Camavinga í leik með Rennes
Mynd: Getty Images
Hinn 17 ára gamli Eduardo Camavinga er í U21 árs landsliði Frakklands sem mætir Georgíu og Sviss í undankeppni Evrópumótsins.

Camavinga hefur heillað með franska liðinu Rennes á þessari leiktíð en hann hefur spilað 16 leiki á miðjunni hjá liðinu þrátt fyrir ungan aldur.

Hann er fæddur í Angóla en fjölskylda hans flutti til Frakklands þegar hann var aðeins tveggja ára.

Camavinga fékk franskan ríkisborgararétt á dögunum og var þá valinn í U21 árs landslið Frakklands um helgina eftir að Matteo Guendouzi var valinn í A-landsliðið.

„Þessi vika byrjaði á því að ég fékk franskan ríkisborgararétt sem er geggjað. Ég fagnaði svo afmæli mínu á sunnudaginn og var valinn í landsliðið daginn eftir. Að vera hérna með landsliðinu er frábært og tilfinningarnar flæða bara að fá að klæðast frönsku treyjunni. Þegar ég var lítill þá horfði ég á landsleiki Frakklands á HM 1998 á spólu og síðan þá hef ég hugsað um að spila í þessari treyju," sagði Camavinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner