Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   mán 13. nóvember 2023 20:54
Elvar Geir Magnússon
Vín
Willum: Full trú á því að við getum komist á EM
Age Hareide landsliðsþjálfari og Willum Þór Willumsson.
Age Hareide landsliðsþjálfari og Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu Íslands í Vínarborg í kvöld. Ísland er að búa sig undir útileiki gegn Slóvakíu á fimmtudag og Portúgal á sunnudag.

Ísland á enn tölfræðilega möguleika á að trygga sér á EM í gegnum riðilinn en líkurnar eru litlar sem engar, hreint ekki raunhæfar. Það er því eðlilegast að líta á komandi leiki sem mikilvæga undirbúningsleiki fyrir væntanlegt umspil í mars.

„Þetta eru tveir mjög flottir leikir, tveir erfiðir leikir líka. Þetta eru tveir útileikir. Ég held að við séum að hugsa þetta allir nokkuð eins, koma saman sem lið og kannski undirbúa leikina í mars," segir Willum

„Við eigum pínulítinn séns (á að komast í gegnum riðilinn), við förum inn í Slóvakíuleikinn og reynum að vinna hann og sjáum hvað gerist. Aðal fókusinn er að undirbúa marsleikina og gera liðið tilbúið fyrir þá."

Erum að stefna í rétta átt
Willum telur að íslenska landsliðið sé á réttri leið og þróunin hafi verið í rétta átt síðan hann kom inn í liðið.

„Ég held að hún hafi verið nokkuð góð. Við spiluðum tvo góða leiki þá og vorum óheppnir að fá ekki stig. Við höfum byggt ofan á það núna og þróunin hefur verið fín. Mér finnst við vera að stefna í rétta átt og erum betri með hverjum glugganum."

Hann segir fulla trú á því innan hópsins að liðið nái því markmiði að komast á EM í Þýskalandi.

„Algjörlega. Við erum með fullt af flottum leikmönnum, mönnum sem eru að spila vel í Evrópu og eru að gera vel. Við ættum að eiga góða möguleika gegn liðunum sem við mætum líklega í mars svo ég held að það sé full trú á því."

Sóknarlega er breiddin mikil í íslenska liðinu og samkeppnin hörð.

„Ég held að það sé mjög erfitt fyrir þjálfarana að velja liðið, það eru margir góðir leikmenn og þá sérstaklega fram á við," segir Willum sem hefur verið að spila fantavel með Go Ahead Eagles í hollensku deildinni en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann einnig um gott gengi sitt þar.
Athugasemdir