Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mið 13. nóvember 2024 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ósvald leggur skóna á hilluna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknir hefur tilkynnt að Ósvald Jarl Traustason, sem hefur verið leikmaður félagsins frá 2017, sé búinn að leggja skóna á hilluna.

Ósvald er uppalinn hjá Breiðabliki, fæddur 1995 og kom til Leiknis fyrst tímabilið 2013 þar sem hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki, alls átta leiki í 1. deildinni.

Hann lék á sínum tíma 24 leiki með U16-U19 og eftir tímabilið 2013 fór hann í Fram og tók þátt í því ævintýri tímabilið 2014 undir stjórn Bjarna Guðjónssonar. 2015 lék hann svo með Gróttu.

Fyrri hluta árs 2016 kíkti Ósvald aðeins í Vestra en var svo hjá Fram yfir tímabilið. Eftir tímabilið 2016 fór hann í Leikni þar sem hann hefur verið síðan.

Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá Ósvald sem þótti gríðarlega mikið efni á sínum tíma. Hann lék alls 111 deildarleiki með Leikni og einungis sex leiki á nýliðnu tímabili vegna meiðsla. Alls urðu KSÍ leikirnir 203 á ferlinum og mörkin sjö.

„ Ósvald hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ósi kom fyrst til Leiknis í júlí 2013 og síðan þá hefur hann spilað 111 deildarleiki fyrir félagið og verið lykilleikmaður liðsins. Óskum honum góðs gengis og sjáumst næsta sumar í stúkunni," segir í tilkynningu Leiknis á Instagram.



Athugasemdir
banner