Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 14. janúar 2019 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Man City og Wolves: Jesus bestur og Boly verstur
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus skoraði tvennu og var valinn sem maður leiksins er Manchester City lagði Wolves að velli í enska boltanum í kvöld.

Fréttamenn Sky gáfu honum hæstu einkunn allra á vellinum, eða 8, en samherjar hans fengu flestir 7.

Rui Patricio var besti maður Úlfanna í dag en varnarlínan var verst og þá sérstaklega Willy Boly, sem fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik.

Sigurinn kemur sér vel fyrir Man City og brúar aftur bilið í toppbaráttunni þar sem Liverpool er nú með fjögurra stiga forystu.

Man City: Ederson (7), Walker (6), Danilo (6), Stones (7), Laporte (7), Fernandinho (7), B. Silva (7), D. Silva (6), Sterling (6), Sane (7), Jesus (8).
Varamenn: De Bruyne (6), Gundogan (5), Aguero (5).

Wolves: Patricio (7), Doherty (5), Jonny (6), Bennett (5), Boly (4), Coady (5), Neves (6), Moutinho (6), Dendoncker (6), Jota (6), Jimenez (6).
Varamenn: Gibbs-White (5), Saiss (5), Traore (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner