Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   þri 14. janúar 2020 11:15
Magnús Már Einarsson
Af hverju var Valverde rekinn frá Barcelona?
Ernesto Valverde var í gær rekinn frá Barcelona þrátt fyrir að liðið sé á toppnum í La Liga. Quique Setien tekur við stjórnartaumunum en hann er fyrrum þjálfari Real Betis.

Í grein á Daily Mail er skoðað af hverju Valverde missti starfið þrátt fyrir að vera í góðum málum í spænsku deildinni og hafa orðið spænskur meistari undanfarin tvö tímabil.

„Þetta er sérstakt félag þar sem það er ekki nóg að vinna deildina," sagði Pep Guardiola á dögunum um Barcelona.

Þetta á vel við hjá Valverde en margir telja að 4-0 tapið gegn Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sitji ennþá þungt í stjórn Barcelona. Börsungar voru 3-0 yfir eftir fyrri leikinn en steinlágu síðan á Anfield.

Það tap kom einungis ári eftir að Valverde og lærisveinar hans töpuðu 3-0 gegn Roma í síðari leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og duttu út eftir að hafa unnið heimaleikinn 4-1.

Valverde þótti ekki ná að bregðast vel við í þessum leikjum og það sama var uppi á teningnum þegar Barcelona tapaði 3-2 gegn Atletico Madrid í spænska ofurbikarnum í síðustu viku eftir að hafa verið 2-1 yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Það reyndist vera síðasti leikur Valverde með Barcelona.

Þrátt fyrir að vera á toppnum á Spáni þá hefur Barcelona einungis unnið fjóra af tíu útileikjum sínum á tímabilinu og stjórn félagsins hefur áhyggjur af því.

Valverde hefur einnig þótt treysta of mikið á Lionel Messi og Luis Suarez. Í grannaslag gegn Espanyol í desember var Barcelona manni færri en Valverde spilaði þá 4-3-2 síðustu mínúturnar í stað þess að taka annan þeirra af velli og spila 4-4-1. Barcelona fékk á sig jöfnunarmark og tapaði um leið tveimur stigum.

Undanfarna daga hefur legið í loftinu að Valverde myndi fá sparkið en Barcelona ræddi meðal annars við Xavi um að taka við áður en Setien var ráðinn í gær.

Hinn 61 árs gamli Setien er reyndur þjálfari sem fær nú stórt tækifæri hjá Barcelona. Hann vill halda boltanum sem mest innan liðsins og Real Betis vakti athygli fyrir skemmtilegan fótbolta undir hans stjórn.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Villarreal 12 8 2 2 23 10 +13 26
3 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
4 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 12 5 3 4 15 14 +1 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
9 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
12 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
13 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
16 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
17 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
18 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
19 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
Athugasemdir
banner