Manchester United eyddi mest allra félaga heims í leikmannakaup milli landa á árinu 2021 samkvæmt nýjum upplýsingum frá FIFA. Ensk úrvalsdeildarfélög eyddu yfir einum milljarði punda í alþjóðleg leikmannaviðskipti á liðnu ári.
Sjö af tíu dýrustu leikmannakaupum heims voru til Englands en þar er efst á blaði 97,5 milljóna punda kaup Chelsea á Romelu Lukaku.
73 milljóna punda kaup United á Jadon Sancho áttu stóran þátt í því að United var það félag sem eyddi mest í leikmannakaup. 100 milljóna punda kaup Manchester City á Jack Grealish eru ekki talin með þar sem þau voru innan Englands.
Þau félög sem eyddu mestu:
1. Manchester United
2. Chelsea
3. RB Leipzig
4. Roma
5. Arsenal
6. Tottenham
7. PSG
8. Manchester City
9. Bayer Leverkusen
10. AC Milan
11. Marseille
12. Juventus
13. Atletico Madrid
14. Norwich
15. Brighton
16. Villarreal
17. Monaco
18. Aston Villa
19. Leicester
20. Liverpool
Dýrustu leikmennirnir:
1. Romelu Lukaku (Inter - Chelsea)
2. Jadon Sancho (Borussia Dortmund - Manchester United)
3. Achraf Hakimi (Inter - PSG)
4. Raphael Varane (Real Madrid - Manchester United)
5. Tammy Abraham (Chelsea - Roma)
6. Ibrahima Konate (RB Leipzig - Liverpool)
7. Martin Ödegaard (Real Madrid - Arsenal)
8. Amad Diallo (Atalanta - Manchester United)
9. Eduardo Camavinga (Rennes - Real Madrid)
10. Bryan Gil (Sevilla - Tottenham)
Athugasemdir