Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. mars 2019 23:01
Arnar Helgi Magnússon
Lengjubikarinn: Níu marka leikur í Grafarvogi
Úr leik Vængja Júpíters síðasta sumar.
Úr leik Vængja Júpíters síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magnús Björgvinsson skoraði fyrir KFG í kvöld.
Magnús Björgvinsson skoraði fyrir KFG í kvöld.
Mynd: KFG
Vængir Júpíters 3 - 6 KFG
0-1 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('3 )
0-2 Magnús Björgvinsson ('14 )
0-3 Sigurður Bjarni Jónsson ('16 )
1-3 Brynjar Gauti Þorsteinsson ('17 )
1-4 Finn Axel Hansen ('38 )
2-4 Eyþór Daði Hauksson ('51 )
3-4 Hjörleifur Þórðarson, víti ('75 )
3-5 Tristan Freyr Ingólfsson ('78 )
3-6 Kristján Gabríel Kristjánsson ('89 )

Það var boðið uppá markasúpu í Grafarvoginum í kvöld þegar Vængir Júpíters og KFG mættust í B-deild Lengjubikarsins.

Það leit allt út fyrir það að þetta ætlaði að vera auðvelt fyrir KFG en liðið var komið í 0-3 eftir rúmlega korter.

Vængirnir neituðu að gefast upp en þeir minnkuðu muninn á 17. mínútu þegar Brynjar Gauti Þorsteinsson skoraði.

Finn Axel Hansen skoraði fjórða mark KFG rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik, staðan 1-4 þegar flautað var til hálfleiks.

Aftur náðu Vængirnir að minnka muninn en stuttu eftir það fékk Magnús Haukur Harðarson að líta beint rautt spjald. Þrátt fyrir það varð staðan 3-4 þegar Hjörleifur Þórðarson skoraði úr víti á 75. mínútu.

KFG nýtti sér liðsmuninn í restina og náði að skora tvö mörk í lokin. Tristan Freyr og Kristján Gabríel með sitthvort markið.

KFG er með sjö stig eftir þrjá leiki en Vængir Júpíters með þrjú stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner