Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   sun 14. apríl 2024 16:35
Aksentije Milisic
Eyþór Wöhler í KR (Staðfest)
Mynd: KR

Eyþór Aron Wöhler er genginn í raðir KR en þetta staðfesti félagið rétt í þessu. Eyþór kemur til liðsins frá Breiðablik.


Eyþór er U21 landsliðsmaður sem kom til Breiðabliks frá ÍA eftir tímabilið 2022. Hann er uppalinn í Aftureldingu en var á láni hjá HK fyrri hluta síðasta tímabils.

KR kaupir Eyþór frá Breiðablik og skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið.

ÍA og Fylkir voru einnig orðuð við leikmanninn eins og KR. Eyþór á að baki 113 leiki í meistaraflokki hér á landi og hefur hann skorað 13 mörk. Hann skoraði þrjú mörk í tólf leikjum með HK á síðasta tímabili og þá gerði hann níu mörk fyrir ÍA í 25 leikjum árið 2022.

„Sóknarmaðurinn Eyþór Wöhler (2002) hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR. Eyþór er uppalinn Mosfellingur en kemur til KR frá Breiðablik. Eyþór á fimm leiki með U21 landsliði Íslands. Eyþór er frábær viðbót við hópinn og erum við spennt að fylgjast með honum í KR treyjunni í sumar. Við bjóðum Eyþór velkominn í KR og hlökkum til að sjá hann í KR treyjunni í sumar," stendur í tilkynningunni frá KR.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner