Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 14. apríl 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Verður Rodri hvíldur gegn Real Madrid?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Spænski miðjumaðurinn Rodri fékk vel verðskuldaða hvíld er Manchester City vann Luton Town, 5-1, í ensku úrvalsdeildinni í gær en Pep Guardiola, stjóri Man City, grínaðist með það að hann gæti verið hvíldur í einum mikilvægasta leik tímabilsins.

Fram á við er Kevin de Bruyne mikilvægasti leikmaður Man City en þegar talað er um mikilvægi leikmanns í heildina er Rodri aðalmaðurinn.

Það er meira en ár síðan Man City tapaði síðast leik með Rodri innanborðs.

Hann er potturinn og pannan í liðinu en Guardiola var spurður að því hvort hvíldin gegn Luton hafi reynst Rodri góð eða ekki.

Man City mætir Real Madrid í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag og grínaðist Guardiola með það að hann gæti einnig verið hvíldur í þeim leik.

„Klárt mál. Hann verður líka hvíldur á miðvikudag. Trúir þú mér?“ sagði og spurði Guardiola í gríntón.

Athugasemdir
banner
banner
banner