Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. maí 2019 23:14
Ívan Guðjón Baldursson
Steer: Búnir að æfa vítaspyrnur eins og brjálæðingar
Mynd: Getty Images
Aston Villa komst í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir vítaspyrnukeppni gegn West Brom fyrr í kvöld.

Jed Steer varði tvær fyrstu spyrnur West Brom og var hetjan í kvöld ásamt Tammy Abraham sem skoraði úr síðustu spyrnunni eftir að Albert Adomah klúðraði fyrir Villa.

„Þetta snýst augljóslega mikið um heppni en við erum búnir að æfa vítaspyrnur eins og brjálæðingar og það skilaði sér í dag. Ég held ég sé búinn að fá 100 vítaspyrnur á mig á hverjum degi síðustu vikuna," sagði Steer eftir vítaspyrnukeppnina.

Tammy Abraham var nálægt og fór myndavélin að honum næst. Hann er markahæsti leikmaður Villa á tímabilinu og hefur skorað gríðarlega mikilvæg mörk. Hann var spurður út í Steer og pressuna sem fylgdi því að taka síðustu spyrnuna í keppninni.

„Þvílíkur markmaður! Ég hef nú klúðrað nokkrum vítum gegn honum á ferlinum. Ég er vanur pressunni, ég þrífst á pressu."

Að lokum var komið að Dean Smith, knattspyrnustjóra Aston Villa, sem tók undir orð Steer.

„Við höfum æft vítaspyrnur gríðarlega mikið síðan við vissum að við værum að fara í umspilið. Við erum búnir að æfa þetta núna í fjórar vikur. Ég er ekki hissa að við höfum unnið."
Athugasemdir
banner
banner
banner