Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fös 14. maí 2021 23:58
Brynjar Ingi Erluson
Gunni Einars um rauða spjaldið: Hann verður að eiga þetta við sjálfan sig
Gunnar Einarsson
Gunnar Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkings Ó., var sár og svekktur eftir 5-1 tapið gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í kvöld en hann talaði einnig um rauða spjaldið sem Emmanuel Eli Keke fékk.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  5 Afturelding

Þetta er annað tap Víkings í röð í deildinni en liðið tapaði 4-2 gegn Fram í síðustu umferð og fékk svo á sig fimm mörk í dag. Gunni segir að margt hafi farið úrskeiðis í leiknum í dag.

„Ég ætla ekki að fara kryfja það hér og nú hvað fór úrskeiðis en það fór klárlega margt úrskeiðis. Þetta eru tveir leikir í röð þar sem við fáum á okkur mörk en við áttum líka að vera búnir að skora þarna," sagði Gunni Einars við Fótbolta.net.

„Þetta er ofboðslega svekkjandi og fúlt. Ég er ekki í þessu frekar en leikmennirnir að sækja í þessi úrslit en það er lítið annað hægt að gera en að horfa fram á við og mæta næsta leik. Það er verðugt verkefni á móti Kórdrengjum og mér fannst gaman að etja við þá og ég trúi ekki öðru en að mínir menn geti peppað sig upp í að mæta því liði."


Umdeilda atvik leiksins gerðist eftir klukkutíma þegar Emmanuel Eli Keke var rekinn af velli fyrir litlar sakir. Eli Keke og Kristófer Óskar Óskarsson rifust á vellinum sem endaði með því að Konráð Ragnarsson, markvörður Víkings, ýtir Kristófer í jörðina. Eli Keke var hins vegar rekinn í sturtu og var dómari leiksins harðákveðinn í því.

„Eins og ég sá þetta þá átti Konni að fá rautt. Dómarinn segir að hann sé harðviss á því að Keke hafi gert þetta en eins og þetta blasti við fyrir mér þá átti Konni að fá rautt."

Gunni var spurður hvort Víkingar myndu fara með þetta mál eitthvað lengra og neitaði hann því.

„Nei, hann verður að eiga það við sjálfan sig dómarinn hvað honum finnst um þetta. Þetta er það sem hann ákvað og mér fannst hann ekki góður í dag en ekki við heldur,"
sagði Gunnar ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner