Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   fös 14. maí 2021 23:58
Brynjar Ingi Erluson
Gunni Einars um rauða spjaldið: Hann verður að eiga þetta við sjálfan sig
Gunnar Einarsson
Gunnar Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkings Ó., var sár og svekktur eftir 5-1 tapið gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í kvöld en hann talaði einnig um rauða spjaldið sem Emmanuel Eli Keke fékk.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  5 Afturelding

Þetta er annað tap Víkings í röð í deildinni en liðið tapaði 4-2 gegn Fram í síðustu umferð og fékk svo á sig fimm mörk í dag. Gunni segir að margt hafi farið úrskeiðis í leiknum í dag.

„Ég ætla ekki að fara kryfja það hér og nú hvað fór úrskeiðis en það fór klárlega margt úrskeiðis. Þetta eru tveir leikir í röð þar sem við fáum á okkur mörk en við áttum líka að vera búnir að skora þarna," sagði Gunni Einars við Fótbolta.net.

„Þetta er ofboðslega svekkjandi og fúlt. Ég er ekki í þessu frekar en leikmennirnir að sækja í þessi úrslit en það er lítið annað hægt að gera en að horfa fram á við og mæta næsta leik. Það er verðugt verkefni á móti Kórdrengjum og mér fannst gaman að etja við þá og ég trúi ekki öðru en að mínir menn geti peppað sig upp í að mæta því liði."


Umdeilda atvik leiksins gerðist eftir klukkutíma þegar Emmanuel Eli Keke var rekinn af velli fyrir litlar sakir. Eli Keke og Kristófer Óskar Óskarsson rifust á vellinum sem endaði með því að Konráð Ragnarsson, markvörður Víkings, ýtir Kristófer í jörðina. Eli Keke var hins vegar rekinn í sturtu og var dómari leiksins harðákveðinn í því.

„Eins og ég sá þetta þá átti Konni að fá rautt. Dómarinn segir að hann sé harðviss á því að Keke hafi gert þetta en eins og þetta blasti við fyrir mér þá átti Konni að fá rautt."

Gunni var spurður hvort Víkingar myndu fara með þetta mál eitthvað lengra og neitaði hann því.

„Nei, hann verður að eiga það við sjálfan sig dómarinn hvað honum finnst um þetta. Þetta er það sem hann ákvað og mér fannst hann ekki góður í dag en ekki við heldur,"
sagði Gunnar ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner