Bjarni Jóhannsson þjálfari KA var vonsvikinn eftir 4-2 tap sinna manna gegn Haukum í Hafnarfirði í kvöld. KA voru marki yfir í hálfleik og óheppnir að vera ekki búnir að skora annað mark fyrir hlé.
,,Við komum mjög vel inn í þennan leik. Við skorum fínt mark og eigum stangarskot í stöðunni 1-0 og mér fannst við eiga að bæta við öðru marki í fyrri hálfleik. Þá hefði róðurinn verið mun léttari en við stóðum ekki vaktina nægilega vel í seinni hálfleik og fáum á okkur fjögur mörk sem er kannski einum of mikið," sagði Bjarni sem er ósáttur með þriðja mark Hauka sem kom úr víti. Bjarni vill meina að vítaspyrnudómurinn hafi verið gjöf.
,,Þetta voru bara klókindi og dómarinn fellur í gryfjuna."
KA-menn hafa einungis innbyrt fjögur stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Liðinu var spáð vel gegni fyrir mót og voru þeir til að mynda spáð upp í spá Fótbolti.net fyrir leiktíðina,
,,Þetta er auðvitað handónýt staða fyrir okkur. Við þurfum að halda áfram að vinna í þessu og þetta var það skársta sem hefur sést til okkar í undanförnum leikjum," sagði þjálfarinn þrautreyndi, Bjarni Jóhannsson.
Viðtalið við Bjarna er hægt að sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























