Heiðar Geir Júlíusson var hetja Þróttar þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Leikni R. í veislu í Laugardalnum í kvöld.
Heiðar skoraði jöfnunarmarkið þegar komið var fram í uppbótartíma, en stuttu áður hafði Þróttur verið 3-1 undir.
Heiðar skoraði jöfnunarmarkið þegar komið var fram í uppbótartíma, en stuttu áður hafði Þróttur verið 3-1 undir.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 3 Leiknir R.
„Úr því sem komið var er eitt stig allt í lagi, fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður, en mér finnst við eiga seinni hálfleikinn," sagði Heiðar í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Það hlaut að koma að því að ég myndi hitta helvítis markið því ég var búinn að fá tvö önnur skotfæri sem voru frekar léleg."
Heiðar Geir gekk til liðs við Þrótt fyrir tímabilið.
„Þetta er allt að koma, ég er kominn í ágætis stand, það vantar bara leikformið," sagði hann.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir























