Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gísla dreymir enn um atvinnumennsku
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, fékk smjörþefinn af landsliðsumhverfinu þegar hann spilaði sína fyrstu landsleiki á dögunum.

Gísli var í landsliðshópnum sem spilaði gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi.

Þessi 27 ára gamli miðjumaður spilaði sína fyrstu tvo A-landsleiki í verkefninu. Hann hefur alla tíð spilað hér á landi fyrir utan lánsdvöl með Mjällby í Svíþjóð 2019.

Gísli segir í samtali við Morgunblaðið að draumurinn um atvinnumennsku sé enn á lífi.

„Maður fékk al­veg blóð á tenn­urn­ar, ver­andi í þessu landsliðsumhverfi, og draum­ur­inn um at­vinnu­mennsku er al­veg til staðar enn þá," sagði Gísli áður en hann vitnaði í félaga sinn í landsliðinu, Ísak Bergmann Jóhannesson.

„Á sama tíma þá seg­ir maður bara eins og góðvin­ur minn Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son; það er bara næsti leik­ur, og svo sjá­um við til."
Athugasemdir
banner
banner
banner