Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 14. júní 2021 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Flóki um markið: Hefði verið brjálaður
Kristján Flóki Finnbogason
Kristján Flóki Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason, framherji KR, var ekkert að pirra sig á því að Kjartan Henry Finnbogason hafi náð að stela af honum marki í byrjun síðari hálfleiks er liðið vann 2-0 sigur á Leikni í efra Breiðholtinu í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 KR

Kjartan og Kristján byrjuðu í fremstu víglínu og náðu að mynda saman gott framherjapar en þeir bjuggu til annað mark leiksins.

Kristján fékk bolta inn fyrir og vippaði yfir Guy Smit í markinu en boltinn var á leið inn þegar Kjartan mætir á ferðinni og kemur boltanum yfir línuna.

Það var þó ekkert vandamál fyrir Kristján og er hann sáttur með að ná í öll stigin í kvöld.

„Mjög erfiður útivöllur og bara mjög sáttur með að taka tvö stig hérna, nei ég meina þrjú stig," sagði Kristján Flóki, sem ruglaðist í skamma stund um stigagjöfina, í viðtali við Fótbolta.net.

„Mér fannst bara geggjað að við skoruðum og það fannst mér skipta máli. Það telur alveg jafn mikið og ef ég myndi skora."

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel svipað og móti Skaganum en svo hleyptum við þeim inn í þetta. Það sem við gerðum í dag öðruvísi en við gerðum á Skaganum er að við mættum í seinni hálfleikinn."


Það var deilt um það hvort Kjartan Henry hefði verið rangstæður eða ekki þegar Kristján vippaði yfir Smit en þá hefði hljóðið verið annað í Flóka.

„Ég sá það ekki en þá hefði ég verið brjálaður. Hann var ekki rangstæður þannig þetta skipti ekki máli."

Kristján hefur aðeins verið að glíma við meiðsli undanfarið en var sáttur með að ná 80 mínútum í kvöld.

„Ég er heill en ákvað að biðja um skiptingu. Það er mjög gott að ná 80 mínútum í fyrsta skipti í mjög langan tíma."

Leikmenn voru í tveggja vikna pásu og nýttist hún vel að hans sögn og gátu menn aðeins náð að hlaða batteríin fyrir komandi átök.

„Pásan var mjög góð og geta aðeins slakað á og nýtt tímann í að fara yfir málin. Fyrsta vikan var létt en svo bættum við í seinni vikuna og vorum svo klárir í dag," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner