Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 14. júní 2021 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Flóki um markið: Hefði verið brjálaður
Kristján Flóki Finnbogason
Kristján Flóki Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason, framherji KR, var ekkert að pirra sig á því að Kjartan Henry Finnbogason hafi náð að stela af honum marki í byrjun síðari hálfleiks er liðið vann 2-0 sigur á Leikni í efra Breiðholtinu í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 KR

Kjartan og Kristján byrjuðu í fremstu víglínu og náðu að mynda saman gott framherjapar en þeir bjuggu til annað mark leiksins.

Kristján fékk bolta inn fyrir og vippaði yfir Guy Smit í markinu en boltinn var á leið inn þegar Kjartan mætir á ferðinni og kemur boltanum yfir línuna.

Það var þó ekkert vandamál fyrir Kristján og er hann sáttur með að ná í öll stigin í kvöld.

„Mjög erfiður útivöllur og bara mjög sáttur með að taka tvö stig hérna, nei ég meina þrjú stig," sagði Kristján Flóki, sem ruglaðist í skamma stund um stigagjöfina, í viðtali við Fótbolta.net.

„Mér fannst bara geggjað að við skoruðum og það fannst mér skipta máli. Það telur alveg jafn mikið og ef ég myndi skora."

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel svipað og móti Skaganum en svo hleyptum við þeim inn í þetta. Það sem við gerðum í dag öðruvísi en við gerðum á Skaganum er að við mættum í seinni hálfleikinn."


Það var deilt um það hvort Kjartan Henry hefði verið rangstæður eða ekki þegar Kristján vippaði yfir Smit en þá hefði hljóðið verið annað í Flóka.

„Ég sá það ekki en þá hefði ég verið brjálaður. Hann var ekki rangstæður þannig þetta skipti ekki máli."

Kristján hefur aðeins verið að glíma við meiðsli undanfarið en var sáttur með að ná 80 mínútum í kvöld.

„Ég er heill en ákvað að biðja um skiptingu. Það er mjög gott að ná 80 mínútum í fyrsta skipti í mjög langan tíma."

Leikmenn voru í tveggja vikna pásu og nýttist hún vel að hans sögn og gátu menn aðeins náð að hlaða batteríin fyrir komandi átök.

„Pásan var mjög góð og geta aðeins slakað á og nýtt tímann í að fara yfir málin. Fyrsta vikan var létt en svo bættum við í seinni vikuna og vorum svo klárir í dag," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner