Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mán 14. júní 2021 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Flóki um markið: Hefði verið brjálaður
Kristján Flóki Finnbogason
Kristján Flóki Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason, framherji KR, var ekkert að pirra sig á því að Kjartan Henry Finnbogason hafi náð að stela af honum marki í byrjun síðari hálfleiks er liðið vann 2-0 sigur á Leikni í efra Breiðholtinu í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 KR

Kjartan og Kristján byrjuðu í fremstu víglínu og náðu að mynda saman gott framherjapar en þeir bjuggu til annað mark leiksins.

Kristján fékk bolta inn fyrir og vippaði yfir Guy Smit í markinu en boltinn var á leið inn þegar Kjartan mætir á ferðinni og kemur boltanum yfir línuna.

Það var þó ekkert vandamál fyrir Kristján og er hann sáttur með að ná í öll stigin í kvöld.

„Mjög erfiður útivöllur og bara mjög sáttur með að taka tvö stig hérna, nei ég meina þrjú stig," sagði Kristján Flóki, sem ruglaðist í skamma stund um stigagjöfina, í viðtali við Fótbolta.net.

„Mér fannst bara geggjað að við skoruðum og það fannst mér skipta máli. Það telur alveg jafn mikið og ef ég myndi skora."

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel svipað og móti Skaganum en svo hleyptum við þeim inn í þetta. Það sem við gerðum í dag öðruvísi en við gerðum á Skaganum er að við mættum í seinni hálfleikinn."


Það var deilt um það hvort Kjartan Henry hefði verið rangstæður eða ekki þegar Kristján vippaði yfir Smit en þá hefði hljóðið verið annað í Flóka.

„Ég sá það ekki en þá hefði ég verið brjálaður. Hann var ekki rangstæður þannig þetta skipti ekki máli."

Kristján hefur aðeins verið að glíma við meiðsli undanfarið en var sáttur með að ná 80 mínútum í kvöld.

„Ég er heill en ákvað að biðja um skiptingu. Það er mjög gott að ná 80 mínútum í fyrsta skipti í mjög langan tíma."

Leikmenn voru í tveggja vikna pásu og nýttist hún vel að hans sögn og gátu menn aðeins náð að hlaða batteríin fyrir komandi átök.

„Pásan var mjög góð og geta aðeins slakað á og nýtt tímann í að fara yfir málin. Fyrsta vikan var létt en svo bættum við í seinni vikuna og vorum svo klárir í dag," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner