Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 14. júní 2021 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Flóki um markið: Hefði verið brjálaður
Kristján Flóki Finnbogason
Kristján Flóki Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason, framherji KR, var ekkert að pirra sig á því að Kjartan Henry Finnbogason hafi náð að stela af honum marki í byrjun síðari hálfleiks er liðið vann 2-0 sigur á Leikni í efra Breiðholtinu í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 KR

Kjartan og Kristján byrjuðu í fremstu víglínu og náðu að mynda saman gott framherjapar en þeir bjuggu til annað mark leiksins.

Kristján fékk bolta inn fyrir og vippaði yfir Guy Smit í markinu en boltinn var á leið inn þegar Kjartan mætir á ferðinni og kemur boltanum yfir línuna.

Það var þó ekkert vandamál fyrir Kristján og er hann sáttur með að ná í öll stigin í kvöld.

„Mjög erfiður útivöllur og bara mjög sáttur með að taka tvö stig hérna, nei ég meina þrjú stig," sagði Kristján Flóki, sem ruglaðist í skamma stund um stigagjöfina, í viðtali við Fótbolta.net.

„Mér fannst bara geggjað að við skoruðum og það fannst mér skipta máli. Það telur alveg jafn mikið og ef ég myndi skora."

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel svipað og móti Skaganum en svo hleyptum við þeim inn í þetta. Það sem við gerðum í dag öðruvísi en við gerðum á Skaganum er að við mættum í seinni hálfleikinn."


Það var deilt um það hvort Kjartan Henry hefði verið rangstæður eða ekki þegar Kristján vippaði yfir Smit en þá hefði hljóðið verið annað í Flóka.

„Ég sá það ekki en þá hefði ég verið brjálaður. Hann var ekki rangstæður þannig þetta skipti ekki máli."

Kristján hefur aðeins verið að glíma við meiðsli undanfarið en var sáttur með að ná 80 mínútum í kvöld.

„Ég er heill en ákvað að biðja um skiptingu. Það er mjög gott að ná 80 mínútum í fyrsta skipti í mjög langan tíma."

Leikmenn voru í tveggja vikna pásu og nýttist hún vel að hans sögn og gátu menn aðeins náð að hlaða batteríin fyrir komandi átök.

„Pásan var mjög góð og geta aðeins slakað á og nýtt tímann í að fara yfir málin. Fyrsta vikan var létt en svo bættum við í seinni vikuna og vorum svo klárir í dag," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner