Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham ræður Paratici (Staðfest)
Fabio Paratici.
Fabio Paratici.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur gengið frá ráðningu á Ítalanum Fabio Paratici og er hann nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Hann mun sjá um leikmannakaup og leikmannamál hjá félaginu.

Paratici hefur undanfarin 11 ár starfað hjá ítalska risanum Juventus þar sem hann byggði upp sterkt lið.

Paratici er núna að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Spurs þar sem hann mun sjá um byggingu leikmannahópsins.

Paratici mun ekki formlega hefja störf fyrr en 1. júlí, en þrátt fyrir það er hann að aðstoða félagið við ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra. Talið er líklegt að Portúgalinn Paulo Fonseca sé að taka við því starfi. Tottenham var í viðræðum við Antonio Conte, fyrrum stjóra Juventus, en þær viðræður sigldu í strand.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner