Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   sun 14. júlí 2019 19:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aci og Ljuba: Höldum að Alexander Már sé ekki par sáttur
Aksentije Milisic í sínum síðasta byrjunarleik fyrir leikinn í kvöld. Hann byrjaði síðast gegn Magna í Mjólkurbikarnum í apríl.
Aksentije Milisic í sínum síðasta byrjunarleik fyrir leikinn í kvöld. Hann byrjaði síðast gegn Magna í Mjólkurbikarnum í apríl.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ljubomir Delic í baráttunni við Kristinn Þór Rósbergsson í leik KF gegn Magna í Mjólkurbikarnum.
Ljubomir Delic í baráttunni við Kristinn Þór Rósbergsson í leik KF gegn Magna í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KF vann í dag góðan 2-0 heimasigur á Augnablik í 3. deild karla. Bæði mörk KF skoraði Ljubomir Delic. Það fyrra kom eftir klafs í teignum eftir hornspyrnu og það seinna eftir fallega fyrirgjöf sem Ljuba skallaði í fjærhornið.

KF hefði getað bætt við fleiri mörkum í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki.

Aksentije Milisic, Aci, var aftur kominn í byrjunarlið KF eftir að hafa glímt við meiðsli síðan í apríl. Aci spilaði fyrsta klukkutímann eða svo í dag og var sáttur með að vera loksins kominn til baka.

„Mjög feginn að vera kominn til baka. Svekkjandi að vera búinn að æfa eins og svín í allan vetur og meiðast svo í bikarleik fyrir deild," sagði Aci eftir leik.

„Ég er mjög sáttur með sigurinn. Þetta er vígi hérna á Ólafsfirði þó okkur hafi ekki tekist að vinna hér í síðustu tveimur leikjum."

Ljubomir Delic, serbneskur leikmaður á mála hjá KF, var á sama tíma tekinn í viðtal. Þar sem serbnesku kunnáttta fréttaritarans er ekki upp á marga fiska nýtti hann sér kunnáttu Aci í serbnesku og var Aci því nýttur sem túlkur.

Ljubo var spurður út í leikinn og sérstakt atvik í leiknum þegar Alexander Már Þorláksson skoraði eftir að dómari leiksins flautaði aukaspyrnu þegar mögulega hefði mátt láta leikinn halda áfram.

„Við ætluðum að keyra á þá út á köntunum og ég er sáttur með mörkin sem ég skoraði," sagði Ljuba.

„Við erum báðir sammála um að dómarinn gerði mistök. Dómarinn dæmdi leikinn vel en þarna hefði hann getað gert betur. Við höldum að Alexander Már sé ekki sáttur inn í klefa," sögðu Aci og Ljuba.

Aci tjáði sig að lokum um toppbaráttuna sem er mjög spennandi. KF situr í öðru sæti og segir Aci baráttuna vera á milli efstu fjögurra liðanna, Kórdrengja, KF, KV og Vængja Júpíters.

Nánar er rætt við Aksentije og Ljubomir í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner