Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 14. júlí 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bara eitt símtal í Callum Williams
Callum Williams.
Callum Williams.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Callum Williams hefur verið orðaður við endurkomu í KA, en það verður hins vegar ekkert úr því.

Hinn 29 ára gamli Callum þekkir vel til KA en hann kom til félagsins árið 2015 og á að baki 97 leiki í deild og bikar fyrir félagið.

Callum er í vinnu hjá Leeds United á Englandi og getur því ekki komið og spilað í Pepsi Max-deildinni.

„Það var bara eitt símtal og hann er ekkert að spila fótbolta. Það var afgreitt einn, tveir og þrír. Hann er í öðru verkefni og það varð ekkert meira úr því," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Viðtalið við Óla Stefán má sjá í heild sinni hér að neðan.
Óli Stefán: Snýst meira um andlegu hliðina en leikfræði
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner