Arsenal er að ganga frá kaupum á sænska sóknarmanninum Viktor Gyökeres frá Sporting, en hann er ekki eini leikmaðurinn sem er að ganga í raðir félagsins.
David Ornstein hjá The Athletic segir nefnilega að félagið sé að nálgast samkomulag við Valencia um kaup á miðverðinum Cristhian Mosquera.
David Ornstein hjá The Athletic segir nefnilega að félagið sé að nálgast samkomulag við Valencia um kaup á miðverðinum Cristhian Mosquera.
Arsenal hefur náð persónulegu samkomulagi við Mosquera og félögin eru við það að ná saman.
Spænska félagið er búið að hafna tveimur tilboðum frá Arsenal en það hærra var sagt hafa numið um 20 milljónum evra.
Valencia vill fá 25 milljónir fyrir miðvörðinn sinn sem er á síðasta samningsári og ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Mosquera er 21 árs gamall og á 36 leiki að baki fyrir yngri landslið Spánar.
Athugasemdir