Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adam Árni og Viðar á blaði ÍBV
Adam Árni
Adam Árni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn.
Viðar Örn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV er að skoða mögulega styrkingu í framlínuna og samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru allavega tvö nöfn á lista félagsins,

Það eru nöfn þeirra Adams Árna Róbertssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar.

Adam Árni hefur skorað sjö mörk með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar. Samkvæmt heimildum þykir ólíklegt að hann færi sig langt út fyrir höfuðborgarsvæðið í þessum glugga sökum vinnu. Adam er samningsbundinn Grindavík út næsta tímabil.

Viðar Örn hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá KA á tímabilinu og hefur auk þess misst af leikjum vegna meiðsla. Hann verður samningslaus í lok tímabils og hefur sterklega verið orðaður í burtu frá KA.

ÍBV varð fyrir miklu höggi í maí þegar Omar Sowe sleit krossband og Oliver Heiðarsson meiddist illa. Sowe verður ekki meira með á tímabilinu en Oliver er að snúa til baka. Oliver á nokkra mánuði eftir af sínum samningi við ÍBV og hefur verið orðaður við önnur félög hér heima sem og erlendis.
Athugasemdir
banner