ÍBV er að skoða mögulega styrkingu í framlínuna og samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru allavega tvö nöfn á lista félagsins,
Það eru nöfn þeirra Adams Árna Róbertssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar.
Það eru nöfn þeirra Adams Árna Róbertssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar.
Adam Árni hefur skorað sjö mörk með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar. Samkvæmt heimildum þykir ólíklegt að hann færi sig langt út fyrir höfuðborgarsvæðið í þessum glugga sökum vinnu. Adam er samningsbundinn Grindavík út næsta tímabil.
Viðar Örn hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá KA á tímabilinu og hefur auk þess misst af leikjum vegna meiðsla. Hann verður samningslaus í lok tímabils og hefur sterklega verið orðaður í burtu frá KA.
ÍBV varð fyrir miklu höggi í maí þegar Omar Sowe sleit krossband og Oliver Heiðarsson meiddist illa. Sowe verður ekki meira með á tímabilinu en Oliver er að snúa til baka. Oliver á nokkra mánuði eftir af sínum samningi við ÍBV og hefur verið orðaður við önnur félög hér heima sem og erlendis.
Athugasemdir