Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birta mynd af Gibbs-White á samfélagsmiðlum
Morgan Gibbs-White.
Morgan Gibbs-White.
Mynd: EPA
Nottingham Forest hefur birt mynd af miðjumanninum Morgan Gibbs-White þar sem hann er á leið aftur til æfinga eftir sumarfrí.

Það er frekar óvænt að Gibbs-White sé enn leikmaður Forest miðað við þær fréttir sem komu í síðustu viku. Þar var sagt að hann væri á leið til Tottenham.

Helstu fréttamenn Bretlandseyja voru búnir að segja frá því að hann væri á leið í læknisskoðun hjá Spurs, en svo datt það upp fyrir sig.

Stjórnendur Forest saka nefnilega Tottenham um að hafa brotið reglur með að ræða við leikmanninn án leyfis áður en tilboð var gert. Tottenham bauð 60 milljónir punda fyrir Gibbs-White, sem er nákvæmt riftunarverð í samningi hans við Forest. Vandamálið er að ákvæðið átti að vera trúnaðarmál og því telur Forest að hér sé um skýrt reglubrot að ræða.

Tottenham vonast enn til að ganga frá félagaskiptunum en á meðan er Forest að ræða við lögmenn sína. Gibbs-White hins vegar er bara mættur til æfinga eftir sumarfrí.

Gibbs-White er 25 ára gamall og kom að 17 mörkum í 34 úrvalsdeildarleikjum með Forest á síðustu leiktíð. Hann leikur sem framsækinn miðjumaður og er einnig öflugur á hægri kantinum.


Athugasemdir
banner
banner