FH vann öflugan stórsigur á KA í neðri hluta Bestu deildarinnar í gær, 5-0 lokatölur í Kaplakrika.
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, var eðlilega nokkuð kátur þegar Fótbolt.net ræddi við hann í dag, en Davíð er staddur í Svíþjóð sem stendur.
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, var eðlilega nokkuð kátur þegar Fótbolt.net ræddi við hann í dag, en Davíð er staddur í Svíþjóð sem stendur.
Davíð var spurður út í komandi félagaskiptaglugga og stöðuna á Ahmad Faqa. Sænski miðvörðurinn kom á lánssamningi frá AIK sem gildir út júlí, en FH vill halda honum lengur.
„Það er ennþá í vinnslu, við höfum áhuga á að halda honum út tímabilið, erum að vinna í þeim málum."
Er FH að vinna í einhverju öðru í tengslum við gluggann, ljóst að FH vill fá inn styrkingu einhvers staðar á vellinum?
„Nei, í sjálfu sér ekki. Það hefur ekkert breyst frá því að við töluðum saman síðast. Við erum ánægðir með hópinn okkar og finnst við vera með góða breidd og fullt af möguleikum. Það er allavega ekkert sem er planið núna, en svo veit maður aldrei hvað gerist. Við erum sáttir með hópinn og höfum fulla trú á að þessi hópur geti haldið áfram að vaxa og safna fleiri stigum."
Gluggatíðindin gætu því farið þannig að Úlfur Ágúst Björnsson og Faqa fari inn, en enginn komið inn?
„Það gæti alveg eins verið þannig. Úlfur fer pottþétt, en við getum vonandi haldið Faqa. Það fer vonandi að koma í ljós," segir Davíð.
Það er erfitt prógram framundan hjá FH, útileikur gegn Val þann 27. júlí og svo kemur Víkingur í heimsókn í Kaplakrika þann 5. ágúst. Félagaskiptaglugginn opnar á fimmtudag. Úlfur Ágúst er á leiðinni út til Bandaríkjanna þar sem hann mun klára síðasta árið sitt í Duke háskólanum.
Athugasemdir