HM félagsliða hefur fengið gagnrýni úr ýmsum áttum enda ýmsir vankantar á keppninni og framkvæmd hennar. Aðstæður voru erfiðar og þá var mætingin á vellina langt undir væntingum.
Þrátt fyrir það hefur FIFA talað keppnina mikið upp en forseti Fifpro leikmannasambandsins segir umtalið algjöran tilbúning, hreina gaslýsingu frá foráðamönnum FIFA.
Gianni Infantino forseti FIFA fór það langt að kalla mótið „best heppnaða félagsliðamót heimsins".
Þrátt fyrir það hefur FIFA talað keppnina mikið upp en forseti Fifpro leikmannasambandsins segir umtalið algjöran tilbúning, hreina gaslýsingu frá foráðamönnum FIFA.
Gianni Infantino forseti FIFA fór það langt að kalla mótið „best heppnaða félagsliðamót heimsins".
„FIFA heldur áfram að reyna að auka gróða sinn á kostnað líkamlegrar heilsu leikmanna," segir forsetinn Sergio Marchi.
Fifpro var mótfallið hugmyndum FIFA um að stækka HM félagsliða en álagið á fremstu fótboltamenn heims er rosalegt og þeir fá lítið frí.
„HM félagsliða var óneitanlega stórfengleg sviðsetning sem óhjákvæmilega minnir á sýningarnar í Rómaborg Nerós, skemmtun fyrir fjöldann, á meðan ójöfnuður, óvissa og skortur á vernd ríkja bak við tjöldin fyrir hinar sönnu aðalpersónur," segir Marchi.
Neró var rómverskur keisari sem þótti samviskulaus og óhæfur stjórnandi en skapaði sér vinsældir með með því að setja upp ýmsar sýningar og viðburði, meðal annars í íþróttum. Hann var lífsnautnaseggur og sagan að hann hafi látið brenna Róm til að geta byggt hana aftur eins og hann vildi hafa hana.
Hvergi var til sparað í umgjörð í kringum úrslitaleikinn í gær. Donald Trump mætti á einkaþotu sinni og afhenti bikarinn, veglegir tónleikar voru í hálfleik, þjóðsöngur Bandaríkjanna spilaður fyrir leik, herþotur flugu yfir völlinn og flugeldar voru allt í kring svo eitthvað sé nefnt. Leikjaálagið, léleg mæting á flesta leiki og erfiðar aðstæður settu þó neikvæðan svip á mótið.
Athugasemdir