Darren Fletcher hefur verið staðfestur sem nýr þjálfari U18 liðs Manchester United.
Fletcher er skoskur en ólst upp hjá Man Utd eftir að hafa flutt til Manchester aðeins ellefu ára gamall. Hann endaði á að leika 342 keppnisleiki fyrir aðalliðið.
Fletcher er skoskur en ólst upp hjá Man Utd eftir að hafa flutt til Manchester aðeins ellefu ára gamall. Hann endaði á að leika 342 keppnisleiki fyrir aðalliðið.
Fletcher hefur starfað sem tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu og verið partur af þjálfarateymi Rúben Amorim. Stjórnendur félagsins telja hann vera bráðefnilegan þjálfara og vilja þess vegna að hann taki við unglingaliðinu, sem hann hefur núna verið ráðinn til að gera.
„Ég er mjög spenntur að taka við þessu nýja hlutverki og taka enn meiri ábyrgð á því að þróa unga leikmenn félagsins," segir Fletcher.
Athugasemdir