Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. ágúst 2022 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Inter ætlar að kaupa miðvörð: „Verðum að halda okkar leikmönnum"
Það eru aðeins þrír hreinræktaðir miðverðir í leikmannahópi Inter í dag og þá getur bakvörðurinn Danilo D'Ambrosio spilað í hjarta varnarinnar.
Það eru aðeins þrír hreinræktaðir miðverðir í leikmannahópi Inter í dag og þá getur bakvörðurinn Danilo D'Ambrosio spilað í hjarta varnarinnar.
Mynd: EPA

Simone Inzaghi þjálfari Inter er ekki ánægður með orðróma sem tengja miðvörðinn Milan Skriniar við PSG og hægri bakvörðinn Denzel Dumfries við Chelsea.


Inzaghi vill styrkja leikmannahópinn en Inter má ekki eyða pening þannig hann býst aðeins við einum leikmanni í viðbót - miðverði. Félagið er búið að fá Henrikh Mkhitaryan, Andre Onana og Kristjan Asllani á frjálsri sölu í sumar og Romelu Lukaku og Raoul Bellanova á lánssamningum.

Ítalskir fjölmiðlar tala um Inter sem sigurstranglegasta lið deildarinnar en Inzaghi er ekki viss um það.

„Við verðum að halda öllum okkar leikmönnum. Við munum sækja einn miðvörð í viðbót og eftir það má hópurinn ekki breytast. Ég hef alls ekki verið í neinum samskiptum við félagið varðandi möguleg félagaskipti hjá Skriniar eða Dumfries," sagði Inzaghi við Sky Italia.

„Félagið veit hvaða tegund af miðverði mig vantar. Mér finnst ekki gaman að grínast með leikmannamarkaðinn vegna þess að liðin í kringum okkur kaupa nýja leikmenn á hverjum degi á meðan fjölmiðlar tala bara um hvaða leikmenn við gætum selt. Þetta fær mig ekki til að brosa. Hópurinn verður að haldast heill. Og svo segið þið að við séum sigurstranglegastir?"


Athugasemdir
banner
banner