Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   sun 14. ágúst 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Markvörður QPR jafnaði undir lokin

QPR heimsótti Sunderland í annarri umferð nýs tímabils í Championship deildinni og var tveimur mörkum undir í hálfleik.


Sunderland var með forystuna allt þar til Ilias Chair minnkaði muninn á 87. mínútu.

Þá blésu gestirnir úr drottningargarðinum til sóknar og fengu hornspyrnu í uppbótartíma.

Markvörðurinn Seny Dieng fór að sjálfsögðu fram til að reyna að skora og var hann í baráttunni þegar boltinn barst inn í vítateiginn frá hornfánanum.

Dieng barðist við kollega sinn í hinu liðinu sem náði að bægja hættunni frá en þó aðeins tímabundið. Boltinn barst út á kant og gaf Chair flotta fyrirgjöf. Enginn annar en Dieng sjálfur var mættur til að koma þessum bolta í netið með frábærum skalla sem bestu framherjar deildarinnar gætu verið stoltir af.

Dieng bjargaði stigi fyrir QPR sem er með fjögur stig eftir þrjár umferðir. Sunderland er með fimm stig.

Dieng er 27 ára gamall og vann Afríkumótið með Senegal í vetur. Þar er hann varamarkvörður fyrir Edouard Mendy.

Sjáðu atvikið


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 14 9 4 1 39 13 +26 31
2 Stoke City 14 8 3 3 21 9 +12 27
3 Middlesbrough 14 7 5 2 17 12 +5 26
4 Preston NE 14 7 4 3 19 13 +6 25
5 Millwall 14 7 3 4 16 19 -3 24
6 Charlton Athletic 14 6 5 3 16 11 +5 23
7 Bristol City 14 6 4 4 21 17 +4 22
8 Hull City 14 6 4 4 23 22 +1 22
9 Birmingham 14 6 3 5 19 15 +4 21
10 Ipswich Town 13 5 5 3 22 15 +7 20
11 Derby County 14 5 5 4 18 18 0 20
12 Watford 14 5 4 5 18 17 +1 19
13 Leicester 14 4 6 4 16 15 +1 18
14 Wrexham 14 4 6 4 19 19 0 18
15 West Brom 14 5 3 6 12 15 -3 18
16 QPR 14 5 3 6 17 23 -6 18
17 Swansea 14 4 5 5 14 15 -1 17
18 Blackburn 13 5 1 7 13 17 -4 16
19 Southampton 14 3 6 5 15 20 -5 15
20 Portsmouth 14 3 5 6 10 17 -7 14
21 Oxford United 14 3 4 7 15 20 -5 13
22 Norwich 14 2 3 9 13 21 -8 9
23 Sheffield Utd 14 3 0 11 11 26 -15 9
24 Sheff Wed 14 1 5 8 11 26 -15 -4
Athugasemdir
banner
banner