Fjölnir endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að hafa gert markalaust jafntefli við Njarðvík.
Færin voru fá í leik Njarðvíkur og Fjölnis. Dominik Radic átti besta færi fyrri hálfleiksins en Halldór Snær Georgsson fékk boltann beint í sig í markinu.
Í þeim síðari fengu bæði lið stöður til að gera sér mat úr, en nýttu ekki.
Aron Snær Friðriksson, markvörður Njarðvíkur, hafði nóg að gera á lokamínútunum. Bjarni Þór Hafstein slapp einn í gegn á móti Aroni á 80. mínútu, en markvörðurinn sá við honum og þá þurfti hann aftur að taka á stóra sínum eftir mistök í vörninni, en þá sá hann við Jónatani Guðna Arnarssyni.
Ekkert mark kom í leikinn. Ágætis stig fyrir bæði lið í toppbaráttunni. Fjölnir er í efsta sætinu með 33 stig en Njarðvík í 4. sæti með 27 stig.
Sowe klúðraði af punktinum í markalausu jafntefli
Leiknir og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Domusnova-vellinum í Breiðholti.
Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik voru það Leiknismenn sem komust í frábæra stöðu til að koma sér í forystu þegar hálftími var eftir af leiknum.
Róbert Quental var tekinn niður í teignum og steig Omar Sowe á punktinn. Ásgeir Orri Magnússon las vítið frábærlega, fór í rétt horn og varði.
Sowe fékk gullið tækifæri til að bæta upp fyrir vítið þrettán mínútum síðar. Hann koms einn gegn Ásgeiri, en skot hans yfir markið.
Valur Þór Hákonarson gerði sig líklegan í liði Keflavíkur þegar tíu mínútur voru eftir en Viktor Freyr Sigurðsson var vel á verði í markinu.
Lokatölur 0-0. Stig sem gefur báðum liðum lítið. Toppliðin að klikka í kvöld. Keflavík er áfram í 3. sæti með 28 stig en Leiknir í 10. sæti með 17 stig.
Þróttur hafði betur gegn Gróttu
Þróttur vann Gróttu, 3-1, á AVIS-vellinum í Laugardal. Heimamenn skoruðu tvö mörk á lokakafla leiksins til að landa öllum þremur stigunum.
Heimamenn voru betri aðilinn stærstan hluta fyrri hálfleiks og ótrúlegt að liðið hafi ekki verið komið í forystu á fyrstu tuttugu mínútunum.
Grótta hafði lítið gert sóknarlega og kom því heldur betur á óvart þegar Kristófer Melsted setti boltann í net Þróttara. Kristófer Orri Pétursson tók hornspyrnu sem fór í fangið á Þórhalli Ísaki Guðmundssyni. Hann var með aðra hönd á boltanum, sem var síðan hreinsað frá aftur á Kristófer Orra.
Kristófer kom boltanum fyrir á nafna sinn Kristófer Melsted sem þrumaði boltanum í netið.
Rafal Stefán Daníelsson, markvörður Gróttu, var að eiga frábæran leik fyrir Gróttu og sá til þess að hans menn færu með eins marks forystu inn í hálfleikinn.
Í þeim síðari tóku Þróttarar hins vegar við sér. Viktor Steinarsson skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark á 51. mínútu eftir laglega sókn.
Á lokakaflanum kláruðu heimamenn dæmið. Hlynur Þórhallsson átti skalla í slá á 80. mínútu og aðeins mínútu síðar voru Þróttarar komnir í forystu.
Þróttur vann boltann ofarlega á vellinum og var það Vilhjálmur Kaldal sem missti boltann til Kára Kristjánssonar sem átti fínasta skot í stöng og inn.
Hinn ungi og efnilegi Liam Daði Jeffs fékk tvö hörkufæri undir lokin. Fyrst varði Rafal frábærlega frá honum í einn á einn stöðu, en í seinna skiptið hafði Liam betur eftir vel útfærða aukaspyrnu sem sendi hann í gegn. Liam kláraði færið vel og tryggði heimamönnum 3-1 sigur.
Þróttur er í 7. sæti með 23 stig en Grótta á botninum með 13 stig og með slakari markatölu en Dalvík/Reynir.
Njarðvík 0 - 0 Fjölnir
Lestu um leikinn
Þróttur R. 3 - 1 Grótta
0-1 Kristófer Melsted ('26 )
1-1 Viktor Steinarsson ('51 )
2-1 Kári Kristjánsson ('81 )
3-1 Liam Daði Jeffs ('94 )
Lestu um leikinn
Leiknir R. 0 - 0 Keflavík
0-0 Omar Sowe ('61 , misnotað víti)
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 21 | 11 | 5 | 5 | 49 - 26 | +23 | 38 |
2. Fjölnir | 21 | 10 | 7 | 4 | 34 - 24 | +10 | 37 |
3. Keflavík | 21 | 9 | 8 | 4 | 33 - 24 | +9 | 35 |
4. ÍR | 21 | 9 | 8 | 4 | 30 - 25 | +5 | 35 |
5. Afturelding | 21 | 10 | 3 | 8 | 36 - 36 | 0 | 33 |
6. Njarðvík | 21 | 8 | 8 | 5 | 32 - 27 | +5 | 32 |
7. Þróttur R. | 21 | 7 | 6 | 8 | 32 - 29 | +3 | 27 |
8. Leiknir R. | 21 | 8 | 3 | 10 | 32 - 33 | -1 | 27 |
9. Grindavík | 21 | 6 | 7 | 8 | 38 - 44 | -6 | 25 |
10. Þór | 21 | 5 | 8 | 8 | 30 - 37 | -7 | 23 |
11. Grótta | 21 | 4 | 4 | 13 | 30 - 48 | -18 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 21 | 2 | 7 | 12 | 21 - 44 | -23 | 13 |
Athugasemdir