Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 14. ágúst 2024 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid Ofurbikarmeistari eftir sigur á Atalanta
Mynd: EPA
Real Madrid er Ofurbikarmeistari Evrópu eftir að hafa unnið Atalanta, 2-0, á þjóðarleikvanginum í Varsjá í Póllandi í kvöld.

Madrídingar stilltu upp sínu langsterkasta liði. Kylian Mbappe þreytti frumraun sína og var með þá Rodrygo, Vinicius Junior, Rodrygo og Jude Bellingham til aðstoðar.

Rodrygo átti besta færi fyrri hálfleiksins. Það kom undir lok hálfleiksins en hann átti skot sem hafnaði í þverslá.

Atalanta byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. Marten de Roon átti fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á Mario Pasalic, en Thibaut Courtois kom til bjargar á síðustu stundu.

Leikurinn opnaðist meira eftir þetta. Federico Valverde kom Real Madrid í forystu á 59. mínútu. Bellingham fann Vinicius í teignum, sem hljóp upp að endamörkum, kom boltanum fyrir markið og á Valverde sem potaði boltanum í netið.

Ellefu mínútum síðar kom fyrsta mark Mbappe fyrir Real Madrid.

Bellingham fékk boltann vinstra megin í teignum, lagði boltann fyrir Mbappe sem skoraði með góðu skoti. Frábær byrjun hjá Frakkanum.

Real Madrid fagnaði sínum sjötta Ofurbikarstitli í Evrópu en ekkert lið hefur unnið bikarinn oftar en spænska félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner