Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   fim 14. september 2017 19:44
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Milos um vítaspyrnuna: Þetta er ekki fyrir fjölmiðla
Milos var ekki ánægður eftir tapið í kvöld
Milos var ekki ánægður eftir tapið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks var langt frá því að vera sáttur með tap sinna manna gegn KR í kvöld.

„Það fer eftir hvernig maður tapar. Þetta var tap sem er ekki boðlegt. Við vorum ekki nógu tilbúnir til þess að berjast og vorum ekki nógu þéttir. Allt það sem við vorum að vinna í hingað til, sýndum við ekki í kvöld. Þetta var tvö skref aftur á bak," sagði Milos.

Breiðablik lenti 2-0 undir en minnkaði muninn svo snemma í seinni hálfleik. Liðið lenti svo aftur tveimur mörkum undir en hefði getað minnkað muninn öðru sinni úr vítaspyrnu.

„Ósanngjarnt eða ósanngjarnt. Ég er á því að þú færð úr fótbolta eins og þú leggur þig fram. Þú þarft að leggja eitthvað í púkkinn til þess að fá eitthvað. Við vorum frá upphafi ekki heiðarlegir við sjálfa okkur, við okkar áhorfendur og við félagið."

Vítaspyrna Gísla var arfaslök en hann vippaði í slánna.

„Þetta er ekki fyrir fjölmiðla, það er það sem mér finnst. Ég þarf ekkert að segja honum það. Það segir sér sjálft. Þú tekur ábyrgð í hverju sem er og þú sýnir þá ábyrgð. Mér fannst þetta algjört ábyrgðarleysi. En við drepum ekki mann fyrir að klúðra víti, ég krefst þess bara að leikmenn stíga upp og svari fyrir slæma frammistöðu."

Milos vill sjá leikmenn sína spila í fullar 90 mínútur en ekki bara nokkra góða kafla eins og í kvöld.

„Þessi spilamennska má ekki vera svona blink. Þetta á að vera í 90 plús mínútur. Þú gleymir þér í þremur eða fjórum föstum leikatriðum og þá er þér refsað. Ég man ekki betur en að við eigum bara eftir leiki við lið fyrir ofan okkur í deildinni þannig þetta verður erfitt. Menn þurfa að átta sig á því að mótið er ekki búið."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 KR

Beðist er velvirðingar á döprum hljóðgæðum
Athugasemdir
banner
banner