Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 14. september 2017 19:44
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Milos um vítaspyrnuna: Þetta er ekki fyrir fjölmiðla
Milos var ekki ánægður eftir tapið í kvöld
Milos var ekki ánægður eftir tapið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks var langt frá því að vera sáttur með tap sinna manna gegn KR í kvöld.

„Það fer eftir hvernig maður tapar. Þetta var tap sem er ekki boðlegt. Við vorum ekki nógu tilbúnir til þess að berjast og vorum ekki nógu þéttir. Allt það sem við vorum að vinna í hingað til, sýndum við ekki í kvöld. Þetta var tvö skref aftur á bak," sagði Milos.

Breiðablik lenti 2-0 undir en minnkaði muninn svo snemma í seinni hálfleik. Liðið lenti svo aftur tveimur mörkum undir en hefði getað minnkað muninn öðru sinni úr vítaspyrnu.

„Ósanngjarnt eða ósanngjarnt. Ég er á því að þú færð úr fótbolta eins og þú leggur þig fram. Þú þarft að leggja eitthvað í púkkinn til þess að fá eitthvað. Við vorum frá upphafi ekki heiðarlegir við sjálfa okkur, við okkar áhorfendur og við félagið."

Vítaspyrna Gísla var arfaslök en hann vippaði í slánna.

„Þetta er ekki fyrir fjölmiðla, það er það sem mér finnst. Ég þarf ekkert að segja honum það. Það segir sér sjálft. Þú tekur ábyrgð í hverju sem er og þú sýnir þá ábyrgð. Mér fannst þetta algjört ábyrgðarleysi. En við drepum ekki mann fyrir að klúðra víti, ég krefst þess bara að leikmenn stíga upp og svari fyrir slæma frammistöðu."

Milos vill sjá leikmenn sína spila í fullar 90 mínútur en ekki bara nokkra góða kafla eins og í kvöld.

„Þessi spilamennska má ekki vera svona blink. Þetta á að vera í 90 plús mínútur. Þú gleymir þér í þremur eða fjórum föstum leikatriðum og þá er þér refsað. Ég man ekki betur en að við eigum bara eftir leiki við lið fyrir ofan okkur í deildinni þannig þetta verður erfitt. Menn þurfa að átta sig á því að mótið er ekki búið."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 KR

Beðist er velvirðingar á döprum hljóðgæðum
Athugasemdir
banner