Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. september 2022 09:11
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Heiðar hættir með Vestra (Staðfest)
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildarlið Vestra á ísafirði hefur tilkynnt að Gunnar Heiðar Þorvaldsson hætti þjálfun liðsins eftir tímabilið. Sagt er að ákvörðunin sé sameiginleg.

„Gunnar Heiðar tók við Vestra liðinu á erfiðum tímapunkti í vör og hefur staðið sig vel í störfum sínum fyrir félagið. Knattspyrnudeild Vestra vill þakka Gunnari fyrir vel unnin störf og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðara í komandi framtíð," segir í yfirlýsingu Vestra sem Samúel Samúelsson skrifar undir.

Gunnar tók við sem þjálfari Vestra af Jóni Þór Haukssyni sem var ráðinn til ÍA í lok janúar. Hann þjálfaði áður KFS í Vestmannaeyjum.

Vestri hafnaði í fimmta sæti í Lengjudeildinni í fyrra en er í áttunda sæti fyrir lokaumferðina í ár. Vestri heimsækir HK á laugardag en það verður síðasti leikur Gunnars Heiðars við stjórnvölinn hjá Vestra. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner