Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. október 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Andorra hefur aldrei skorað gegn Íslandi
Úr leiknum gegn Andorra í mars.
Úr leiknum gegn Andorra í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fær Andorra í heimsókn á Laugardalsvöll í undankeppni EM klukkan 18:45 í kvöld. Andorra er í 183. sæti heimslistans og lægst skrifaða þjóðin sem Ísland hefur mætt í mótsleik á Laugardalsvelli í langan tíma.

Ísland vann fyrri leikinn gegn Andorra í mars 2-0 þar sem Birkir Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson skoruðu mörkin.

Liðin voru einnig saman í riðli í undankeppni EM 2000 en þá vann Ísland leikina 3-0 og 2-0.

Árið 2002 vann Ísland lið Andorra 3-0 á Laugardalsvelli í vináttuleik og árið 2010 varð niðurstaðan 4-0 í vináttuleik á sama velli. Árið 2012 hafði Ísland síðan betur 2-0 í vináttuleik í Andorra.

Ísland hefur því unnið alla sex leiki sína gegn Andorra í gegnum tíðina og markatalan í þessum leikjum er 16-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner