Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 14. október 2019 09:13
Elvar Geir Magnússon
Atli Sveinn hættur hjá Stjörnunni til að taka við Fylki
Atli í bikarleik með Ármanni 2018.
Atli í bikarleik með Ármanni 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt er að Atli Sveinn Þórarinsson sé hættur sem yfirþjálfari hjá félaginu. Eins og Fótbolti.net greindi frá á laugardaginn er Atli að fara að taka við sem aðalþjálfari Fykis í Pepsi Max-deild karla.

Atli Sveinn ólst upp hjá KA en hann lék með Örgryte í Svíþjóð í fjögur ár áður en hann fór í Val árið 2005 þar sem hann spilaði til ársins 2012 og varð meðal annars Íslands og bikarmeistari.

Hinn 39 ára gamli Atli lauk fótboltaferlinum með KA árið 2015 en í kjölfarið sneri hann sér að þjálfun. Atli hafði síðustu ár ferilsins einnig þjálfað yngri flokka hjá KA.

Árið 2016 var Atli Sveinn þjálfari hjá Dalvík/Reyni í 3. deild og ári síðar stýrði hann 2. flokki KA. Í febrúar 2018 tók hann síðan við sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Stjörnunni.

Ólafur Stígsson og Ólafur Ingi Skúlason munu verða í þjálfarateyminu með Atla samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Yfirlýsing Stjörnunnar:
Kæru foreldrar/forráðamann,

Ykkur til upplýsinga þá hafa Stjarnan og Atli Sveinn Þórarinsson, yfirþjálfari knattspyrnudeildar Stjörnunnar, komist að samkomulagi um starfslok þar sem honum bauðst í vikunni þjálfarastarf mfl. kk hjá liði í Pepsi deild. Augljóst að störf þjálfara hjá Stjörnunni vekja athygli víða og óskum Atla til hamingju!

Atli Sveinn tók til starfa hjá okkur 1. mars 2018 og hefur á þeim tíma unnið frábært starf utan sem innan vallar. Það er án vafa mjög mikil eftirsjá af Atla Sveini og fyrir hönd knattspyrnudeildar Stjörnunnar vil ég þakka Atla Sveini fyrir einstaklega ánægjulegt og farsælt samstarf og óska honum alls hins besta í framtíðinni.

Við munum hefja strax leit að nýjum yfirþjálfara og vonumst til að klára þau mál fljótt og vel.

Stjörnukveðja,
Halldór Ragnar Emilsson
formaður barna- og unglingaráðs

Athugasemdir
banner
banner
banner