Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. október 2019 15:45
Elvar Geir Magnússon
Bjössi Hreiðars nýr þjálfari Grindavíkur (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson hefur verið staðfestur sem nýr þjálfari Grindavíkur í Inkasso-deildinni. Grindavík féll úr Pepsi Max-deildinni í sumar.

Ólafur Brynjólfsson, sem var aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, verður aðstoðarmaður hans.

„Sigurbjörn, eða Bjössi eins hann er kallaður er með mikla reynslu af boltanum, spilaði yfir 300 leiki með Val og hefur þjálfað bæði hjá Haukum og Val. Hann tekur með sér til félagsins Ólaf Tryggva sem hefur verið að þjálfa m.a. hjá Val, Fram og núna síðast sem aðstoðarþjálfari mfl. kvenna hjá Stjörnunni," segir í yfirlýsingu Grindavíkur.

Sigurbjörn var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá Val en þeir skiluðu liðinu tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum.

Fótbolti.net sagði frá því í síðustu viku að Sigurbjörn hafi verið í Grindavík að funda og skoða aðstæður.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner