Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. október 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Eigandi Leeds skoðar sölu - Eigandi PSG hefur áhuga
Mynd: Getty Images
Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, er að íhuga að selja félagið en þrír fjárfestingahópar hafa áhuga á að kaupa það.

Radrizzani hefur staðfest að Qatari Sports Investment, QSI, hafi áhuga á að kaupa hlut í félaginu.

Nasser Al-Khelaifi, eigandi PSG, er maðurinn á bakvið QSI en hann vill gera stóra hluti með Leeds.

„Þeir eiga möguleika á að láta félagið keppa við Manchester City svo fyrir stuðningsmenn gæti þetta verið frábært tækifæri," sagði Radrizzani um QSI.

Radrizzani er einnig að skoða tilboð frá tveimur öðrum aðilum. Annars vegar er um að ræða stuðningsmann Leeds í Bandaríkjunum og hins vegar fjárfesti frá Ítalíu.

Leeds missti naumlega af sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor en liðið er í dag í 5. sæti í Championship deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner