Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 20:38
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Kolbeinn maður leiksins
Icelandair
Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.
Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson með boltann.
Gylfi Þór Sigurðsson með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland sigraði Andorra 2-0 í undankeppni HM í kvöld með mörkum frá Arnóri Sigurðssyni og Kolbeini Sigþórssyni. Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net af Laugardalsvelli.



Hannes Þór Halldórsson 7
Hefur oft haft meira að gera. Var öruggur í sínum aðgerðum.

Guðlaugur Victor Pálsson 7
Fín innkoma í hægri bakvörðinn í þessum landsliðsglugga. Gerði tilkall til að fá vítaspyrnu undir lokin.

Ragnar Sigurðsson 7 ('68)
Traustur. Lagði upp síðara markið á Kolbein áður en hann fór meiddur af velli.

Jón Guðni Fjóluson 6
Í smá basli á köflum en komst ágætlega frá sínu.

Ari Freyr Skúlason 6
Byrjaði brösulega en óx ásmeginn.

Arnór Sigurðsson 7
Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.

Gylfi Þór Sigurðsson 6
Lét leikmenn Andorra mikið fara í taugarnar á sér og klikkaði á vítaspyrnu. Átti stangarskot úr aukaspyrnu í lokin.

Birkir Bjarnason 7 ('70)
Ekki jafn áberandi og gegn Frökkum. Skilaði þó fínu dagsverki.

Arnór Ingvi Traustason 7
Duglegur á kantinum. Fékk vítaspyrnu og var ógnandi.

Alfreð Finnbogason 5 ('64)
Er að komast í leikform eftir meiðsli. Náði sér ekki á strik.

Kolbeinn Sigþórsson 8 - Maður leiksins
Jafnaði markamet Eiðs Smára með landsliðinu með laglegu marki. Gríðarlega ógnandi í loftinu að venju.

Varamenn:

Jón Daði Böðvarsson 6 ('64)
Reyndi að setja mark sitt á leikinn en komst ekki áleiðis gegn þéttum varnarmúr Andorra.

Sverrir Ingi Ingason 6 ('68)
Hafði lítið að gera eftir að hann kom inn á.

Emil Hallfreðsson 6 ('70)
Kom ágætlega inn á miðjuðsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner