Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 14. október 2019 21:57
Egill Sigfússon
Hannes: Manni líður eins og maður hafi tapað
Icelandair
Hannes handsamar boltann í leiknum í kvöld
Hannes handsamar boltann í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er ekkert svakalega ánægður með frammistöðuna í kvöld en við gerðum svona það sem við þurftum að gera. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik sérstaklega, vorum ekki klárir í þennan leðjuslag sem þeir voru klárir í. Við erum auðvitað betri en þeir og skoruðum og höfðum öll völd í seinni hálfleik."

Sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslenska landsliðsins eftir 2-0 sigur á Andorra á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

Hannes segir að það hafi eyðilagt algjörlega fyrir þeim að heyra af jafntefli Frakklands og Tyrklands en hann heldur í trúnna að Tyrkirnir gætu tapað stigum í Andorra.

„Það eyðilagði alveg daginn, manni líður bara eins og maður hafi tapað hérna í dag. Það er ekkert við því að gera og maður verður bara að takast á við næsta verkefni. Ég sagði strax eftir að við spiluðum út í Andorra að Tyrkirnir myndu tapa stigum þar. Það er mjög langsótt en það er drullu erfitt að spila þarna"

Hannes stefnir á að fara út til Danmerkur að æfa í tvær vikur til að halda sér í formi enda tímabilið hér á Íslandi búið.

„Planið var að fara út til Danmerkur í tvær vikur og halda mér í formi þar. Nú verð ég bara að setjast niður með þjálfaranum og fara út í framhaldið."
Athugasemdir