Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mán 14. október 2019 21:57
Egill Sigfússon
Hannes: Manni líður eins og maður hafi tapað
Icelandair
Hannes handsamar boltann í leiknum í kvöld
Hannes handsamar boltann í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er ekkert svakalega ánægður með frammistöðuna í kvöld en við gerðum svona það sem við þurftum að gera. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik sérstaklega, vorum ekki klárir í þennan leðjuslag sem þeir voru klárir í. Við erum auðvitað betri en þeir og skoruðum og höfðum öll völd í seinni hálfleik."

Sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslenska landsliðsins eftir 2-0 sigur á Andorra á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

Hannes segir að það hafi eyðilagt algjörlega fyrir þeim að heyra af jafntefli Frakklands og Tyrklands en hann heldur í trúnna að Tyrkirnir gætu tapað stigum í Andorra.

„Það eyðilagði alveg daginn, manni líður bara eins og maður hafi tapað hérna í dag. Það er ekkert við því að gera og maður verður bara að takast á við næsta verkefni. Ég sagði strax eftir að við spiluðum út í Andorra að Tyrkirnir myndu tapa stigum þar. Það er mjög langsótt en það er drullu erfitt að spila þarna"

Hannes stefnir á að fara út til Danmerkur að æfa í tvær vikur til að halda sér í formi enda tímabilið hér á Íslandi búið.

„Planið var að fara út til Danmerkur í tvær vikur og halda mér í formi þar. Nú verð ég bara að setjast niður með þjálfaranum og fara út í framhaldið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner