Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM í dag - England og Úkraína á EM?
Mynd: Getty Images
Íslenska liðið mætir Andorra í dag en einnig er spilað í A- og B-riðli þar sem England gæti tryggt sæti sitt á EM.

Í A-riðli er England með 12 stig ásamt Tékkum en Englendingar vonast til að vinna Búlgaríu í kvöld og um leið fagna sæti á EM en til þess að það gerist þarf Kósóvó að tapa stigum gegn Svartfjallalandi.

Í B-riðli er Úkraína í dauðafæri á að tryggja sig inn á EM og nánast frágengið að það gerist. Eitt stig nægir Úkraínu en liðið mætir Portúgal sem er í öðru sæti. Serbía spilar við Litháen á meðan en Serbar þurfa öll stigin í þeirri viðureign. Serbía er með 7 stig, fjórum stigum á eftir Portúgal og níu stigum Á eftir Úkraínu.

Leikir dagsins:

A-riðill:
18:45 Kósóvó - Montenegro
18:45 Bulgaria - England

B-riðill:
18:45 Úkraína - Portúgal
18:45 Litháen - Serbía
Athugasemdir
banner
banner
banner