Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 14. nóvember 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Matija ekki áfram hjá FH - Óvíst með Kassim Doumbia
Kassim Doumbia.
Kassim Doumbia.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Matija Dvornekovic fagnar marki sínu gegn Fjölni.
Matija Dvornekovic fagnar marki sínu gegn Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Króatíski kantmaðurinn Matija Dvornekovic verður ekki áfram í herbúðum FH á næsta tímabili. Þetta staðfesti Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Matija kom til FH í félagaskiptaglugganum í júlí og skoraði eitt mark í átta leikjum í Pepsi-deildinni. Hann fær hins vegar ekki áframhaldandi samning hjá FH.

Varnarmaðurinn Kassim Doumbia verður samningslaus um áramót en ekki er ljóst hvort hann verði áfram hjá FH. Malímaðurinn hefur verið fastamaður í liði FH undanfarin fjögur tímabil.

„Hans mál eru í vinnslu og skýrast í þessari viku," sagði Birgir um Kassim.

Cedric klár fyrir næsta tímabil
Franski bakvörðurinn Cedric D'Ulivo, sem kom til FH í júlí, sleit krossband í september. Cedric fór strax í aðgerð og FH-ingar reikna með honum í baráttunni næsta sumar.

„Hann er í endurhæfingu og Við vonumst til þess að hann verði klár eftir áramót," sagði Birgir.

Bræðurnir Bjarni og Davíð Viðarssynir verða samningslausir um áramót en þeir eru að æfa með FH og verða væntanlega áfram. Frændi þeirra, bakvörðurinn Jón Ragnar Jónsson, varð samningslaus á dögunum en hann er að skoða sín mál.

Pétur í viðræðum frá Ástralíu
Pétur Viðarsson kom aftur inn í lið FH í vor eftir að hafa verið í námi í Ástralíu síðastliðinn vetur. Pétur er farinn aftur til Ástralíu en hann er í viðræðum um nýjan samning.

„Pétur er farinn út til Ásralíu og kemur heim eftir áramót. Við erum í viðræðum við hann," sagði Birgir.
Athugasemdir
banner