Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 07:15
Elvar Geir Magnússon
Istanbúl, Tyrklandi
Magni Fannberg til aðstoðar í Istanbúl
Icelandair
Magni Fannberg fylgdist með æfingu Íslands í gær.
Magni Fannberg fylgdist með æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni Fannberg er með íslenska landsliðinu í Istanbúl en hann er í njósnateymi Íslands og hefur séð um leikgreiningar á tyrkneska liðinu.

Magni starfar sem þróunarstjóri hjá AIK í Svíþjóð en hann tók við því starfi í ársbyrjun. Starfið felst í að byggja brú milli akademíu félagsins og aðalliðsins. Magni hefur lengi starfað í boltanum í Skandinavíu í mörg ár.

„Ég sé ekki fyrir mér að starfa sem þjálfari hjá félagsliði á Íslandi og ég er orðinn nokkuð mikill Skandínavíumaður og mitt sterkasta tengslanet er þar," sagði Magni í viðtali við Fréttablaðið í sumar en þar segir hann það algjöran draum að starfa fyrir AIK sem er eitt af stærstu félögum Skandinavíu.

Þá finnst honum gaman að geta aðstoðað íslenska landsliðið.

„Það gefur mér mikið að geta lagt hönd á plóg fyrir íslenska landsliðið. Það er gaman að sjá hversu vel er að málum staðið hjá KSÍ og umgjörð liðsins hefur batnað undanfarin ár. Þetta starf heldur mér í tengslum við íslenskt knattspyrnusamfélag en ég sé ekki fyrir mér að starfa á annan hátt á Íslandi en í þessu starfi eða hjálpa á annan hátt, til dæmis halda fyrirlestra fyrir KSÍ," sagði Magni við Fréttablaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner