Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   fim 14. nóvember 2024 09:50
Elvar Geir Magnússon
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er brattur fyrir landsleikinn gegn Svartfjallalandi á laugardag. Hann ræddi við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins á Spáni þar sem liðið æfir fyrir komandi verkefni.

Meðal annars fór hann yfir byrjun sína hjá Gent í Belgíu en Andri er með tvö mörk og eina stoðsendingu í þrettán leikjum fyrir liðið í belgísku deildinni, þá er hann með eina stoðsendingu í þremur leikjum í Sambandsdeildinni.

Hvernig metur hann byrjun sína hjá Gent?

„Bara ágætlega, maður er nokkuð sáttur með þetta. Maður er að fá að spila og er að spila nokkuð vel. Það er allt nýtt, margir ungir leikmenn og nýtt þjálfarateymi. Arnar (Þór Viðarsson) er nýkominn inn líka. Við erum að spila ágætlega, erum í fimmta sæti í deildinni og höfum unnið alla Evrópuleikina nema gegn Chelsea úti. Svo erum við komnir áfram í bikarnum svo við erum nokkuð sáttir," segir Andri Lucas.

Í síðasta mánuði fór hann á fornar slóðir föður síns þegar Gent heimsótti Chelsea í Sambandsdeildinni. Eiður Smári var í stúkunni og fleiri úr fjölskyldu Andra. Chelsea vann leikinn 4-2 en Andri segir að upplifunin á að spila á vellinum hafi verið frábær.

„Það var geggjað. Leikur sem allir fótboltamenn vilja spila, gegn Chelsea á Stamford Bridge. Það var geggjuð upplifun. Mamma og pabbi mættu, litla systir og stóri bróðir. Daníel Tristan komst því miður ekki. Þetta var geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu."

Í viðtalinu ræðir Andri um komandi landsleik, endurkomu Arons Einars og bróður sinn Daníel Tristan.
Athugasemdir
banner