Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskiptin á Skaganum
Turnar Segja Sögur - Kamerún 1990
Uppbótartíminn - EM hópurinn og þrjú lið jöfn á toppnum
Innkastið - Fyrsti hausinn fokinn
Tveggja Turna Tal - Úlfur Ágúst Björnsson
Betkastið - Eru öll lið svona jöfn í neðri deildunum?
Leiðin úr Lengjunni: Áhyggjur aukast í Árbænum og ÍR tók Breiðholtsslaginn
Útvarpsþátturinn - Í návígi við Gulla Jóns og Bestu
   fim 14. nóvember 2024 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Leggðu þitt af mörkum
Samira Suleman hér með börnum sem fengu flottar treyjur og annan búnað frá Íslandi um síðustu jól.
Samira Suleman hér með börnum sem fengu flottar treyjur og annan búnað frá Íslandi um síðustu jól.
Mynd: Instagram
Gerðu góðverk fyrir jólin.
Gerðu góðverk fyrir jólin.
Mynd: Instagram
Hin ganverska Samira Suleman safnar nú fótbolta- og íþróttabúnaði sem hún fer með til Gana um jólin.

Samira gerði þetta líka um síðustu jól en hún fór þá með mikið magn af treyjum, skóm og öðrum búnaði í heimabæ sinn og gladdi þar mörg börn sem eiga ekki fyrir slíkan búnað. Fyrir börnin skiptir þetta gríðarlega miklu máli en í Gana er ekki sjálfsagt mál að eiga fótboltaskó og aðra hluti til fótboltaiðkunnar.

Samira sjálf spilaði fótbolta í skólaskónum sínum þegar hún var yngri en hún er mikil fyrirmynd fyrir unga krakka í heimalandi sínu. Hún varð atvinnukona á Íslandi og er núna að stíga sín fyrstu skref í þjálfun á Akranesi. Hún ætlar sér langt í þeim bransa og ætlar þannig að brjóta fleiri múra.

Hún vonast til þess að fá hjálp við að láta drauma rætast hjá börnum í Gana um jólin. Fólk getur haft samband við hana eða knattspyrnufélagið ÍA til að leggja sitt af mörkum með því að gefa fótboltadót eða með því að styrkja ferðalag hennar heim með allt dótið fyrir börnin í heimabæ sínum.

Í spilaranum fyrir ofan er hægt að hlusta á viðtal við Samiru þar sem hún ræðir um verkefni sitt, feril sinn í fótbolta, þjálfunina og lífið á Íslandi.

Athugasemdir
banner