Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
Útvarpsþátturinn - Nýtt teymi í Víkinni, VV og KA skýrsla
Hugarburðarbolti GW 22 Justin Kluivert með Dillon þrennu!
Beta um nýtt starf og tímann eftir Kristianstad
Enski boltinn - Góð gen, Darwizzy og brotið sjónvarp á Old Trafford
Útvarpsþátturinn - Arnar valinn til að leiða land og þjóð
Hugarburðarbolti GW 21 Arsenal setur pressu á Liverpool!
Enski boltinn - Þurfa að reka Ten Hag aftur og FSG á leið á svarta listann
Tveggja Turna Tal - Þórarinn Ingi Valdimarsson
Freysi fer yfir síðustu daga - Fundaði með KSÍ en tók við Brann
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Fylkir vs Þungavigtin
Útvarpsþátturinn - Að gera Bestu deildina enn betri
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Víkingur vs RÚV
Hugarburðarbolti GW 20 Er Brian Mbeumo sonur Bob Marley?
Enski boltinn - Alvöru slagur þegar erkifjendur mættust
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra og enska hringborðið
Hugarburðarbolti GW 19 Versta byrjun nýs stjóra Man Utd í 103 ár!
Enski boltinn - Man Utd gælir við falldrauginn eftir vonlaus jól
Útvarpsþátturinn - Kæfan 2024
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Víkingur vs FH
Tveggja Turna Tal - Óli Jóh & Sigurbjörn Hreiðars
   fim 14. nóvember 2024 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Leggðu þitt af mörkum
Samira Suleman hér með börnum sem fengu flottar treyjur og annan búnað frá Íslandi um síðustu jól.
Samira Suleman hér með börnum sem fengu flottar treyjur og annan búnað frá Íslandi um síðustu jól.
Mynd: Instagram
Gerðu góðverk fyrir jólin.
Gerðu góðverk fyrir jólin.
Mynd: Instagram
Hin ganverska Samira Suleman safnar nú fótbolta- og íþróttabúnaði sem hún fer með til Gana um jólin.

Samira gerði þetta líka um síðustu jól en hún fór þá með mikið magn af treyjum, skóm og öðrum búnaði í heimabæ sinn og gladdi þar mörg börn sem eiga ekki fyrir slíkan búnað. Fyrir börnin skiptir þetta gríðarlega miklu máli en í Gana er ekki sjálfsagt mál að eiga fótboltaskó og aðra hluti til fótboltaiðkunnar.

Samira sjálf spilaði fótbolta í skólaskónum sínum þegar hún var yngri en hún er mikil fyrirmynd fyrir unga krakka í heimalandi sínu. Hún varð atvinnukona á Íslandi og er núna að stíga sín fyrstu skref í þjálfun á Akranesi. Hún ætlar sér langt í þeim bransa og ætlar þannig að brjóta fleiri múra.

Hún vonast til þess að fá hjálp við að láta drauma rætast hjá börnum í Gana um jólin. Fólk getur haft samband við hana eða knattspyrnufélagið ÍA til að leggja sitt af mörkum með því að gefa fótboltadót eða með því að styrkja ferðalag hennar heim með allt dótið fyrir börnin í heimabæ sínum.

Í spilaranum fyrir ofan er hægt að hlusta á viðtal við Samiru þar sem hún ræðir um verkefni sitt, feril sinn í fótbolta, þjálfunina og lífið á Íslandi.

Athugasemdir
banner
banner