Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   fim 14. nóvember 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson á æfingu á Spáni.
Guðlaugur Victor Pálsson á æfingu á Spáni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson hefur byrjað fjóra af fimmtán leikjum Plymouth í Championship-deildinni. Hann hefur komið inn af bekknum í blálokin í síðustu tveimur leikjum liðsins en Plymouth situr í átjánda sæti.

Guðlaugur Victor spjallaði við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins á Spáni þar sem liðið hefur verið undanfarna daga við æfingar.

Honum líkar lífið vel í Plymouth og ensku Championship-deildinni þó hann sé ekki sáttur við spiltímann. Hann er í þeirri stöðu að vera að vinna í því á æfingasvæðinu að vinna sig framar í goggunarröðina.

„Ég er að fíla mig mjög vel, þetta hefur verið erfið byrjun og búið að vera bras hjá mér persónulega. Líka aðeins hjá liðinu. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið smá erfitt. Ég hef ekki spilað eins mikið og ég vildi. Ég meiddist í fyrsta leik tímabilsins og missti sæti mitt," segir Guðlaugur Victor sem bíður eftir því að fá tækifærið.

„Í Championship-deildinni er svo mikið af leikjum og þegar ég meiddist þá missti ég af mörgum leikjum. Þjálfarinn var búinn að finna sitt lið. Maður er bara með það hugarfar að mæta á hverjum degi og gera það sem maður getur gert og stjórnað því sem maður getur stjórnað."

„Deildin er rosalega góð og þetta er klárlega mestu gæði sem ég hef spilað í. Þetta er mjög skemmtilegt en auðvitað er maður í þessu til að spila og ég vil spila meiri fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner